15 júlí 2007

Frábært að fá rigningu.

Veður: 15,4°/24,5° úrkoma 15 mm. Það byrjaði að rigna um fótaferð og rigndi fram yfir hádegi, sá aðeins til sólar síðdegis. Það var alveg frábært að fá þessa rigningu til að vökva fyrir sig. Þessi væta kom sér mjög vel fyrir okkur, því við ætlum að bregða okkur af bæ í tvo daga og eftir þessa rigningu þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur af vökvun á meðan.

Engin ummæli: