07 júlí 2007

Þoka

Veður: 14,8°/30,9° okuloft til hádegis, en léttskýjað síðdegis.

Við fórum í gönguferð í morgunn á meðan þokan grúfði enn yfir dalnum,því þá var alveg hæfilega heitt. Myndin hér fyrir neðan var tekin af brúnni yfir Caima ána og þar sést hvar hluti af Vale Maior kúrir sveipaður þokumóðu. Það er erfitt að trúa því að þessi árspræna sem sést á myndinni var í þvílíkum ham fyrir rúmum sjömánuðum að hún gróf undan einum brúarstólpanum, svo brúin seig niður um miðjuna og síðan er hún búin að vera lokuð fyrir bílaumferð og enn sjást þess engin merki að það eigi að hefjast handa við að gera við brúna

Engin ummæli: