05 júlí 2007

Ávextir

Veður: 10,1°/34° heiðskírt. Í dag var eðlilegt hitastig miðað við árstíma, en að undanförnu hefur verið heldur svalara í veðri en en í meðalári, sem þíðir bara að það hefur verið mjög þægilegt veður.
Nú eru perurnar orðnar þroskaðar hjá okkur eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Perurnar eru algjört lostæti að borða þær beint af trénu sólvolgar. Mér finnst það eiga við um alla ávexti að þeir séu bestir á bragðið volgir. Mér finnst ekki gott að borða ískalda ávexti, þá er komið af þeim eitthvert kuldabragð sem ég kann ekki að meta. Ávextir sem teknir eru fullþroskaðir af trénu og borðaðir strax er allt annar matur en ávextir sem teknir eru af trénu áður en þeir eru fullþroskaðir svo hægt sé að flytja þá óskemmda á markað.


Engin ummæli: