13 ágúst 2007

16 ár í Portúgal

Veður: 12,4°/27,5° alskýjað fram yfir hádegi, en að mestu léttskýjað síðdegis.

Í dag eru sextán ár síðan ég flutti hingað til portúgals. Þegar ég lít til baka finnst mér þessi ár hafa liðið alveg ótrúlega hratt og ég er mjög ánægður með að hafa átt þess kost að fá að búa hér í landi, þó það hafi ekki allt gengið eins og ég hefði helst viljað, þá er ég samt mjög sáttur við dvölina hér þegar ég lít til baka. Ég er líka svo lánsamur að vera ekki þjakaður af ættjarðarást til Íslands, þó það land eigi sína góðu kosti eins og öll önnur lönd og ég naut þess sem landið hafði að bjóða á meðan ég dvaldi þar. Portúgal er mjög þægilegt land og hefur marga góða kosti að bjóða fyrir íbúa sína og nú nýt ég þeirra góðu kosta og er mjög sáttur við land og þjóð.

Engin ummæli: