Það var mjög gott veður til útivistar í dag, hæfilega heitt og létt gola, svo það var ákveðið að nota góða verðið og hjóla. Ákveðið að fara 35 km. hring. Það var allt svo ferskt eftir rigninguna í gær og góður ilmur af gróðrinum, en svo voru líka staðir á leiðinni sem höfðu miður góðan ilm, en það var þar sem gripahús eru nálægt veginum og það er nokkuð víða á þessari leið. Nú er maísinn að verða, eða orðinn þroskaður og þá eru margir sem skera ofan af plöntunni fyrir ofan maískólfana, til að þurrka og nota til fóðrunar á gripum sínum. Síðan eru kólfarnir látnir þorna á því sem eftir er af plöntunni áður en þeir eru teknir af henni. Maísplönturnar eru um tveggja metra háar og á hverri plöntu eru tveir kólfar.
Þetta falllega hús hér fyrir neðan var núið að vera í algjörri niðurníðslu í mörg ár, en fyrir tveim árum var það gert upp og byggt við það og gert að hóteli.
Um hádegið áttum við enn ófarna tólf kílómetra heim og þar sem við vorum þá stödd hjá lítilli krá í sveitaþorpi ákváðum við að athuga hvort ekki væri hægt að fá eitthvað í svanginn á kránni. Vertinn sagðis nú varla eiga neitt sem hægt væri að bjóða okkur, en lét samt tilleiðast að sýna okkur hvað hann hefði á boðstólum Það var um tvennt að velja,djúpsteiktann smáfisk og kjötsneiðar ásamt nýju brauði. Við létum slag standa og ákváðum að reyna hvernig þetta bragðaðist. Þórunn tók fiskinn til skoðunar,en ég valdi kjötið. Hvorutveggja bragðaðist mjög vel. Þegar kona vertsins kom með vatn á borðið til okkar spurðum við hana hvort hún ætti ekki eitthvertmeðlæti með matnum, nei sagði hún það er bara ekkert til með þessu nema þá salatblað, við sögðum henni að þetta væri í góðulagi, því brauðið var nýtt og ferskt. En viti menn skömmu síðar kemur okkar kona skælbrosandi með skál fulla af heitum grjónum ásamt grænum baunum og afsakaði sig að hafa ekki munað það áðan þegar við spurðum um meðlæti að hún átti þennan afgang frá því gærkvöldi.
Þetta varð sem sagt prýðismáltíð að lokum og ekki ver verið til ama 7,60 evrur allt saman, eða rúmar 600 Kr.
Myndina af barnum tók ég úr sæti mínu.
1 ummæli:
Mikið er skemmtilegt að heyra svona sögur.
Kær kveðja frá okkur Hauki
Skrifa ummæli