Veður: 16,4°/27° að mestu skýjað í dag.
Römm er sú taug sem rekka dregur til foldar, þessi orð komu upp í huga minn í gærkvöldi þegar við hittum í boði ung hjón með tvöbörn sín. Þessi ungu hjón eru bæði fædd og uppalin í Luxemburg og búa þar og starfa. Foreldrar beggja eru Portúgalar sem starfað hafa í Luxemburg nær alla sína starfsævi og eru með atvinnurekstur þar. Foreldrar konunnar eru með veitingahús sem sérhæfir sig í steinasteikum. Faðir mannsins er málari og var með menn í vinnu, en sonurinn tók við fyrirtækinu fyrir fimmárum og er nú með tíu manns í vinnu, eingöngu Portúgala. Mér fannst mjög merkilegt að heyra að þau hjón telja sig vera Portúgala en ekki Luxemburgara, þó þau séu þar fædd og uppalin og hafi bara verið hér í fríum. Maðurinn sagði að af 420þús. Íbúum Luxemburg væru 80þús. Af Portúgölskum ættum og héldu sig mikið saman, t.d. sagði hann að í einum bæ væru 80% íbúanna Portúgalskir. Hann sagði að málakunnátta væri mjög mikil í Luxemborg og flestir töluðu að minnsta kosti fjögur tungumál. Dóttir þeirra sem verður fjögurra ára í október fer létt með að tala þrjú tungumál.
Málasnillingurinn
Engin ummæli:
Skrifa ummæli