Veður: 8,3°/29,2° heiðskírt.
Maísakurinn á myndinni hér fyrir neðan er hinu megin við götuna sem við búum í neint á móti húsinu okkar. Það er "stórbóndinn" í götunni okkar sem á þennan akur, ég segi stórbómdi því eins og sjá má á myndinni er hann þarna með sína eigin dráttarvél og kerru, en algengast hér er að fá dráttarvél til að plæga fyrir sig og vinna síðan allt annað með handafli. Það er um það bil hálfur mánuður síðan skorið var ofan af þessum maís og sá hluti þurrkaður. Nú eru maískólfarnir líka orðnir þurrir og þá eru þeir teknir, en það sem eftir er af plöntunni er ekki nýtt. Næsta skref er svo að fá vél til að losa maísinn af kólfunum og lokavinnslan er svo þegar maísinn er malaður, en margir hér eiga eigin kvarnir og mala kornið eftir hendinni.
2 ummæli:
Það er nú meira hvað það er matarlegt hjá ykkur og allt í kringum ykkur. Ég tek líka eftir því hvað það er ennþá heitt, nærri 30 gráður en gott að það virðast ekki hafa orðið skógareldar nálægt ykkur eins og oft hefur gerst.
Kær kveðja frá okkur Hauki.
Það er rétt að það fer mikill tími hjá fólki hér í að afla fóðurs í gripi sína, í stað þess að borða meira af grænmeti sjálft og sleppa með því þessum millilið sem gripirnir eru í fæðukeðjunni. En hér þykir fátt matur nema kjöt.
Það hefur verið óvenjulítið um skógarelda í sumar, vegna þess að það hefur verið fremur "svalt" í veðri.
Skrifa ummæli