28 ágúst 2007

Gamall hnakkur

Veður: 14,2°/27° skýjað og örfínn úði fyrst í morgunn.

Notuðum þetta þægilega veður í dag til að fara í langan hjólatúr, hjóluðum alls 35 Km. Á miðri leið settumst við inn á kaffihús til að fá okkur kaffisopa og brauðbita. Fyrir utan kaffihúsið var þetta reiðhjól sem er örugglega orðið nokkuð gamalt, hnakkurinn er allavega ólíkur þeim hnökkum sem notaðir eru í dag.














Þessi falllegi vatnspóstur er í bæ sem heitir Serenada. Einn af kostunum við að ferðast á reiðhjóli er að það er hægt að stöðva nær því hvar sem er og skoða vel það sem fyrir augu ber.

Posted by Picasa

Engin ummæli: