Veður: 9,7°/33,8° heiðskírt.
Ég sagði frá því í nóvemberlok á síðasta ári að brúin á þjóðveginum til okkar hefði orðið fyrir skemmdum í flóði í ánni. þessar skemmdir voru svo miklar að það var lokað fyrir alla umferð um brúna og síðan höfum við og aðrir íbúar hér orðið að fara um mjög þröngar götur í þorpinu til að komast að heiman.
Nú loks rúmum átta mánuðum eftir að brúnni var lokað var mér sagt að það væri byrjað að gera við brúna, mér fannst þetta slík stórfrétt að ég ákvað að fara og líta þetta með eigin augum. Jú mikið rétt það voru komnir vinuskálar á veginn við brúna, sem var góð vísbending um að framkvæmdir væru hafnar við brúna. Því næst fór ég að brúnni til að sjá framkvæmdirnar og var búin að gera mér í hugarlund að þar gæfi að líta stórvirk verkfæri , en svo reyndist nú ekki vera. Það var ein smávél að verki á miðju brúargólfinu og einn maður að stjórna þeirri vél, en þar skammt frá voru sex menn á spjalli saman, sennilega að skipuleggja verkið, varla hafa þeir verið á kjaftatörn eða hvað.
Vonandi líða ekki aðrir átta mánuðir þar til umferð verður hleypt yfir brúna.
Læt fylgja með mynd af þessari fallegu brú, eins og hún lítur út eftir skemmdirnar sem urðu á henni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli