22 ágúst 2007

Heyrnartæki

Veður. 9,2°/32,5° Léttskýjað.

Var duglegur að hjóla í dag, fór 37 Km.

Í gær fór dagurinn í að athuga með heyrnartæki hér í Portúgal, til að bera saman verð hér og á Íslandi og það sem kom mér verulega á óvart var að verðið á samskonar tæki hér er talsvert hærra en á Íslandi. Það tekur verkamann hér að minnsta kosti fjóra mánuði að vinna fyrir einu slíku tæki, þarna er ég að tala um Delta 8000 heyrnartæki, en þau eru fremur dýr, en eiga að vera mjög góð.
Ég var fyrst og fremst að kinna mér þessi mál hér upp á að fá þjónustu hér ef tækið bilar, en það er einfaldlega of mikill verðmunur til að það komi til greina að kaupa tækið hér.
Þegar ég var að panta tíma í heyrnarmælingu hjá Heyrnar og talmeinastöðinni var mér bent á að athuga hvort ekki væri hægt að fá tækið hér og nú er ég sem sé búinn að því og útkoman var sú að það kemur naumast til greina, maður verður bara að vona að tækið bili ekki

Engin ummæli: