Veður: 8,8°/17,6° úrkoma 29 mm. Það hefur verið skúraveður í dag.
Nú er svo komið eftir rigninguna undanfarna daga að árnar hér í nágrenninu eru orðnar bakkafullar og vatnið í brunninum hækkar með hverjum degi sem líður, svo það er betra útlit með vatn í sumar eftir þessa rigningu og vonandi á eftir að rigna meira áður en sumarið kemur.
Innkaupakörfur í stórmörkuðum hér eru læstar saman og til að opna lásinn svo hægt sé að fá körfu þarf að setja eina evru, eða fimmtíu sent í lásinn sem maður fær svo aftur þegar körfunni er skilað. Þó þetta sé ekki há upphæð er það nóg til þess að körfur eru aldrei skildar eftir í reiðileysi úti á bílaplani. Áður en myntbreytingin varð hér voru notaðar fimmtíu eða eitthundrað eskudos eins og gjaldmiðillinn hér hét þá í þessar körfur. Nú eru liðin mörg ár síðan skipt var um gjaldmiðil, en samt er fólk enn að reikna yfir í gömlu myntina og í dag var fullorðin kona að reyna að troða hundrað eskudos í lásinn á körfu, en að sjálfsögðu gekk það ekki. Ég gat notað þennan pening áður sagði konan. Merkilegt að hún skildi vera með þessa mynt á sér því myntin er ekki lengur í gildi hér í landi.
1 ummæli:
Skrifa ummæli