Veður: - 2,3°/17,7° léttskýjað.
Í dag týndum við saman greinarnar sem garðyrkjumaðurinn klippti af ávaxtatrjánum í gær og brenndum þeim.
Þessar greinar eru svo grannar að það svara ekki kostnaði að búta þær niður og nota í viðarofninn hér inni, það er heldur ekki gott að setja þær í safnhauginn, því þær eru of lengi að rotna þar.
31 janúar 2007
30 janúar 2007
Ávaxtatrén klippt.
Veður: 1,8°/16,8° að mestu skýjað.
Í morgunn þurfti ég að mæta til að láta taka blóðsýni til að fylgjast með á hvaða róli kólesterólið er hjá mér.
Staðurinn sem blóðsýnið er tekið opnar klukkan átta á morgnana, það er opnað svona snemma,því venjulega þarf fólk að mæta fastandi. Fyrst þegar við vorum að mæta þarna mættum við klukkan átta og lentum þá í að bíða lengi, því það virtust nær allir mæta á sama tíma.
Núna erum við farin að læra á þetta og mætum ekki fyrr en klukkan að verða tíu og þá er engin bið eftir að komast að.
Eftir sýnatökuna fórum við á kaffihús og fengum nýbakað brauð og kaffi.
Því næst renndum við niður til Aveiro, því mig langaði til að sjá nýja Vista stýrikerfið í verslunum og hvaða verð væri á því.
Það var ótrúlega mikill verðmunur á milli verslana. Við fórum bara í tvær verslanir sem eru nærri hvor annarri og á öðrum staðnum var verðið 270€ , en í hinni 400€. Þetta er ótrúlega mikill verðmunur á nákvæmlega sama hlut.
Það segja margir að maður eigi að bíða eitthvað með að skipta yfir í Vista. Vera rólegur og sjá til hvernig þetta reynist, ekkert liggi nú á, þetta hljómar mjög skinsamlega, en það er bara stundum leiðinlegt að vera skinsamur.
Ég er svo nýjungagjarn að ég vildi helst reyna þetta strax, en ég ætla að reyna að nota smávegis af skinseminni og bíða eitthvað, þó það sé frekar leiðinlegt að bíða.
Hann Antonio, en það er maðurinn sem klippir ávaxtatrén í garðinum okkar á hverju ári var hér í dag í sinni árlegu heimsókn.
Hann er búinn að klippa trén fyrir okkur í mörg ár.
Hann var áður garðyrkjumaður í bæ hér skammt frá, en er nú kominn á eftirlaun, en heldur áfram að vinna fyrir nokkra viðskiptavini.
Hann er orðinn 74ára, en hann er svo vel á sig kominn svo ég vona að hann sjái um að klippa trén okkar í mörg ár til viðbótar.
Maður sem klippti trén fyrir mig áður en ég fékk Antonio til þess var orðinn 84ára og vílaði ekki fyrir sér að fara upp í stiga til að klippa trén.
Læt fylgja með myndir af Antonio að störfum.
Í morgunn þurfti ég að mæta til að láta taka blóðsýni til að fylgjast með á hvaða róli kólesterólið er hjá mér.
Staðurinn sem blóðsýnið er tekið opnar klukkan átta á morgnana, það er opnað svona snemma,því venjulega þarf fólk að mæta fastandi. Fyrst þegar við vorum að mæta þarna mættum við klukkan átta og lentum þá í að bíða lengi, því það virtust nær allir mæta á sama tíma.
Núna erum við farin að læra á þetta og mætum ekki fyrr en klukkan að verða tíu og þá er engin bið eftir að komast að.
Eftir sýnatökuna fórum við á kaffihús og fengum nýbakað brauð og kaffi.
Því næst renndum við niður til Aveiro, því mig langaði til að sjá nýja Vista stýrikerfið í verslunum og hvaða verð væri á því.
Það var ótrúlega mikill verðmunur á milli verslana. Við fórum bara í tvær verslanir sem eru nærri hvor annarri og á öðrum staðnum var verðið 270€ , en í hinni 400€. Þetta er ótrúlega mikill verðmunur á nákvæmlega sama hlut.
Það segja margir að maður eigi að bíða eitthvað með að skipta yfir í Vista. Vera rólegur og sjá til hvernig þetta reynist, ekkert liggi nú á, þetta hljómar mjög skinsamlega, en það er bara stundum leiðinlegt að vera skinsamur.
Ég er svo nýjungagjarn að ég vildi helst reyna þetta strax, en ég ætla að reyna að nota smávegis af skinseminni og bíða eitthvað, þó það sé frekar leiðinlegt að bíða.
Hann Antonio, en það er maðurinn sem klippir ávaxtatrén í garðinum okkar á hverju ári var hér í dag í sinni árlegu heimsókn.
Hann er búinn að klippa trén fyrir okkur í mörg ár.
Hann var áður garðyrkjumaður í bæ hér skammt frá, en er nú kominn á eftirlaun, en heldur áfram að vinna fyrir nokkra viðskiptavini.
Hann er orðinn 74ára, en hann er svo vel á sig kominn svo ég vona að hann sjái um að klippa trén okkar í mörg ár til viðbótar.
Maður sem klippti trén fyrir mig áður en ég fékk Antonio til þess var orðinn 84ára og vílaði ekki fyrir sér að fara upp í stiga til að klippa trén.
Læt fylgja með myndir af Antonio að störfum.
29 janúar 2007
28 janúar 2007
Óráðsía? Nei.
Veður: 2,6°/14,6° léttskýjað framan af degi, en síðdegis alskýjað og meira að segja örfáir regndropar.
Síðastliðinn fimmtudag orðuðum við það við nágranna okkar, þau Matthild og Manúel að við biðum þeim út að borða nú um helgina.
Það þurfti að beita nokkrum fortölum til að fá þau til að þiggja boðið,þau báru því við að það væri allt of dýrt að kaupa mat á veitingahúsi, þegar hægt væri að búa til mat heima og svo væri nú ekki gefi bensínið á bílinn. Við sögðumst bara eiga of mikið af peningum og þau yrðu að hjálpa okkur við að koma þeim í lóg með því að þiggja að fara með okkur út að borða.
Það talaðist svo til að við færum þetta á laugardeginum, en á föstudag bað Manúel um að þetta yrði frekar á sunnudeginum því hann ætlaði að nota laugardaginn til að klippa vínviðinn sinn. Ég veit ekki alveg hvers vegna lá allt í einu svo mikið á því að klippa vínviðinn, því enn er langt í að hann fari að laufgast.
Nú er messað klukkan tólf á sunnudögum, svo við komumst ekki af stað fyrr en klukkan eitt, en það var í góðu lagi við vorum komin á veitingahúsið klukkan hálf tvö. Fólk var að koma í mat til klukkan að verða þrjú.
Það varð ofaná eftir miklar vangaveltur hjá þeim hjónum að panta sér eina stóra nautakótelettu, saltfiskurinn freistaði þeirra líka, en nautasteikin var meira nýnæmi og hún bragðaðist líka mjög vel. Við fengum okkur saltfisk að hætti hússins og fannst hann mjög góður.
Nú er ég kominn fram úr sjálfum mér ég gleymdi að segja frá forréttunum.Það var sitt lítið af hverju,brauð, rækjur, melóna,presunto og pulsur.
Í eftirrétt var svo valið að fá pönnuköku fyllta með ís og skreytta með rjóma og súkkulaðisósu.
Hjónin skoluðu matnum niður með rauðvíni, en við fengum góðan árgang af vatni, sem við urðum ekki fyrir vonbrigðum með, það stóð fyllilega undir væntingum eins og ævinlega.
Eftir matinn röltum við einn hring á stórum útimarkaði sem er 28. hvers mánaðar í Aveiro. Það var mjög margt fólk á markaðinum eins og ævinlega. Markaðir eru mjög vinsælir hér, enda löng hefð fyrir þessum verslunarmáta hér í landi.
Myndin er af þeim hjónum ásamt steikinni góðu.
Síðastliðinn fimmtudag orðuðum við það við nágranna okkar, þau Matthild og Manúel að við biðum þeim út að borða nú um helgina.
Það þurfti að beita nokkrum fortölum til að fá þau til að þiggja boðið,þau báru því við að það væri allt of dýrt að kaupa mat á veitingahúsi, þegar hægt væri að búa til mat heima og svo væri nú ekki gefi bensínið á bílinn. Við sögðumst bara eiga of mikið af peningum og þau yrðu að hjálpa okkur við að koma þeim í lóg með því að þiggja að fara með okkur út að borða.
Það talaðist svo til að við færum þetta á laugardeginum, en á föstudag bað Manúel um að þetta yrði frekar á sunnudeginum því hann ætlaði að nota laugardaginn til að klippa vínviðinn sinn. Ég veit ekki alveg hvers vegna lá allt í einu svo mikið á því að klippa vínviðinn, því enn er langt í að hann fari að laufgast.
Nú er messað klukkan tólf á sunnudögum, svo við komumst ekki af stað fyrr en klukkan eitt, en það var í góðu lagi við vorum komin á veitingahúsið klukkan hálf tvö. Fólk var að koma í mat til klukkan að verða þrjú.
Það varð ofaná eftir miklar vangaveltur hjá þeim hjónum að panta sér eina stóra nautakótelettu, saltfiskurinn freistaði þeirra líka, en nautasteikin var meira nýnæmi og hún bragðaðist líka mjög vel. Við fengum okkur saltfisk að hætti hússins og fannst hann mjög góður.
Nú er ég kominn fram úr sjálfum mér ég gleymdi að segja frá forréttunum.Það var sitt lítið af hverju,brauð, rækjur, melóna,presunto og pulsur.
Í eftirrétt var svo valið að fá pönnuköku fyllta með ís og skreytta með rjóma og súkkulaðisósu.
Hjónin skoluðu matnum niður með rauðvíni, en við fengum góðan árgang af vatni, sem við urðum ekki fyrir vonbrigðum með, það stóð fyllilega undir væntingum eins og ævinlega.
Eftir matinn röltum við einn hring á stórum útimarkaði sem er 28. hvers mánaðar í Aveiro. Það var mjög margt fólk á markaðinum eins og ævinlega. Markaðir eru mjög vinsælir hér, enda löng hefð fyrir þessum verslunarmáta hér í landi.
Myndin er af þeim hjónum ásamt steikinni góðu.
27 janúar 2007
26 janúar 2007
Vetrarharka.
Veður: - 4,3°/13° léttskýjað.
Ég geri mér góðar vonir um að nú fari “vetrarhörkunum” hér að linna og það fari hægt hlýnandi næstu daga.
Næturfrostið má ekki verða öllu meira en þetta svo appelsínurnar hljóti ekki skaða af.
Við notuðum tækifærið þessa “köldu” daga til að brenna í viðarofninum hér inni það sem hefur fallið til í garðinum og er nýtanlegt í ofninn. Það entist ekki nema í tæpa tvo daga.
Það er fallegt að horfa í logana í ofninum, en mikið er nú þægilegra og þrifalegra að kveikja bara á lofthituninni/kælingunni.
Ég átti pantaðan tíma hjá heimilislækninum, því ég var að verða búin með lyfin við kólesterólinu. Ég átti tíma klukkan fjögur, en var ekki búinn fyrr en að ganga sjö, ekki var það vegna þess að ég væri svo lengi inni, heldur er þetta bara venja hér að gefa manni tíma svona löngu áður en von er um að maður komist að.
Nú á ég að fara og láta rannsaka í mér blóðið svo sjá megi hversu hátt kólesteról magnið í blóðinu er, auð vitað vona ég að það sé sem lægst, en mælingin sker úr með það.
Meðan ég beið stytti Þórunn sér stundir við að fara í búðir og það sannaðist hjá henni eins og oft áður “ að oft er leitað langt yfir skammt”.
Hún var búin að fara í nokkrar búðir í Aveiro til að leita sér að flík sem hana vanhagaði um, en fann ekkert sem hentaði og ekki töldum við líklegt til árangurs að leita í litlu búðunum í Albergaria, en það fór nú samt svo að þar var til flíkin sem hún hafði verið að leita að.
Ég geri mér góðar vonir um að nú fari “vetrarhörkunum” hér að linna og það fari hægt hlýnandi næstu daga.
Næturfrostið má ekki verða öllu meira en þetta svo appelsínurnar hljóti ekki skaða af.
Við notuðum tækifærið þessa “köldu” daga til að brenna í viðarofninum hér inni það sem hefur fallið til í garðinum og er nýtanlegt í ofninn. Það entist ekki nema í tæpa tvo daga.
Það er fallegt að horfa í logana í ofninum, en mikið er nú þægilegra og þrifalegra að kveikja bara á lofthituninni/kælingunni.
Ég átti pantaðan tíma hjá heimilislækninum, því ég var að verða búin með lyfin við kólesterólinu. Ég átti tíma klukkan fjögur, en var ekki búinn fyrr en að ganga sjö, ekki var það vegna þess að ég væri svo lengi inni, heldur er þetta bara venja hér að gefa manni tíma svona löngu áður en von er um að maður komist að.
Nú á ég að fara og láta rannsaka í mér blóðið svo sjá megi hversu hátt kólesteról magnið í blóðinu er, auð vitað vona ég að það sé sem lægst, en mælingin sker úr með það.
Meðan ég beið stytti Þórunn sér stundir við að fara í búðir og það sannaðist hjá henni eins og oft áður “ að oft er leitað langt yfir skammt”.
Hún var búin að fara í nokkrar búðir í Aveiro til að leita sér að flík sem hana vanhagaði um, en fann ekkert sem hentaði og ekki töldum við líklegt til árangurs að leita í litlu búðunum í Albergaria, en það fór nú samt svo að þar var til flíkin sem hún hafði verið að leita að.
25 janúar 2007
Þjónustan komin í lag.
Veður: 0,9°/14° úrkoma 2 mm. Í nótt, í dag var léttskýjað.
Í dag fengum við í hendur bókina yfir GPS tækið í bílnum.
Við hefðum sennilega átt að kvarta fyrr formlega yfir þeirri þjónustu sem við vorum að fá þarna, því eftir að við kvörtuðum hefur þjónustan verið til fyrirmyndar, eða kannski bara eins og hún átti að vera alla tí.
Nú liggur við að það sé rúllað út fyrir okkur rauðum dregli þegar við komum á svæðið.
Í dag fengum við í hendur bókina yfir GPS tækið í bílnum.
Við hefðum sennilega átt að kvarta fyrr formlega yfir þeirri þjónustu sem við vorum að fá þarna, því eftir að við kvörtuðum hefur þjónustan verið til fyrirmyndar, eða kannski bara eins og hún átti að vera alla tí.
Nú liggur við að það sé rúllað út fyrir okkur rauðum dregli þegar við komum á svæðið.
24 janúar 2007
23 janúar 2007
Skemmtileg hönnun
Veður: - 1,5°/14° að mestu léttskýjað.
Eins og sjá má á hitatölunum hér fyrir ofan er talsvert svalara í verði núna en verið hefur að undanförnu, en svona sveiflast hitinn upp og niður á þessum árstíma.
Síðasta sunnudag þegar við fórum í stóru gróðrarstöðina skammt utan við Ovar sáum við nýja verslunarmiðstöð, en það virtist vera svo margt fólk þar á þeim tíma að við ákváðum að fara í þessari viku í skoðunarferð þangað og í dag létum við verða af því að fara á staðinn.
Við lögðum af stað skömmu fyrir mat með það í huga að láta verða af því að reyna hvernig er að fá sér að borða á einhverjum af þeim mörgu matsölustöðum við þjóðveginn þar sem vörubílstjórar og aðrir þeir sem eru á ferð og flugi venja komur sínar.
Við höfum oft minnst á að það væri fróðlegt að fá sér að borða á slíkum stað en af einhverjum ástæðum ekki komið því verk fyrr en í dag.
Það var svo kalt inni á staðnum sem við litum fyrst inn á að við treystum okkur ekki til að sitja þar inni. Næsti veitingastaður var heldur minni og þar var upphitun, þó hún væri að vísu í lágmarki. Þarna fengum við ágætis steiktan fisk að borða og staðurinn og þjónustan var í góðu lagi og ekki var hægt að væla yfir verðinu 10€ fyrir okkur bæði.
Jæja þá erum við búin að fá aðeins nasasjón af hvernig þessi veitingastaðir við þjóveginn líta út, en þurfum við tækifæri að gera betri samanburð á þeim.
Við komum semsagt vel mett í áfangastað, því var nú ver því þar er nýtískulegur veitingastaður með miklu úrvali af mat og við gætum vel hugsað okkur að skreppa þangað seinna til að bragða á einhverju sem þar er á boðstólum.
Við fengum okkur reyndar kaffi og köku þegar við vorum búin að ganga okkur upp að hnjám við að skoða í verslanir.
Það var gaman að sjá hvernig veggirnir inni í húsinu voru skreyttir, það voru framhliðar húsa, svo hver gangur hafði eiginlega síma sérstöku götumynd frá því sem var þarna við ströndina fyrir rúmum hundrað árum. Það voru líka gamlar stórar ljósmyndir frá brimlendingu við sendna ströndina og svo fólk að vinna við aflann.
Þarna á einum ganginum er líka falllegur bátur sem notaður hefur verið á stóru síki sem er þarna skammt frá og í bakgrunn er mynd af umhverfinu, svo þetta verður mjög raunverulegt að sjá.
Mér fannst reglulega gaman að koma í þetta hús og get vel hugsað mér að skoða það fljótlega aftur.
Ég er búinn að setja nokkrar myndir inn á myndasíðuna og þær ættu að lýsa vel því sem fyrir augu bar í dag.
Eins og sjá má á hitatölunum hér fyrir ofan er talsvert svalara í verði núna en verið hefur að undanförnu, en svona sveiflast hitinn upp og niður á þessum árstíma.
Síðasta sunnudag þegar við fórum í stóru gróðrarstöðina skammt utan við Ovar sáum við nýja verslunarmiðstöð, en það virtist vera svo margt fólk þar á þeim tíma að við ákváðum að fara í þessari viku í skoðunarferð þangað og í dag létum við verða af því að fara á staðinn.
Við lögðum af stað skömmu fyrir mat með það í huga að láta verða af því að reyna hvernig er að fá sér að borða á einhverjum af þeim mörgu matsölustöðum við þjóðveginn þar sem vörubílstjórar og aðrir þeir sem eru á ferð og flugi venja komur sínar.
Við höfum oft minnst á að það væri fróðlegt að fá sér að borða á slíkum stað en af einhverjum ástæðum ekki komið því verk fyrr en í dag.
Það var svo kalt inni á staðnum sem við litum fyrst inn á að við treystum okkur ekki til að sitja þar inni. Næsti veitingastaður var heldur minni og þar var upphitun, þó hún væri að vísu í lágmarki. Þarna fengum við ágætis steiktan fisk að borða og staðurinn og þjónustan var í góðu lagi og ekki var hægt að væla yfir verðinu 10€ fyrir okkur bæði.
Jæja þá erum við búin að fá aðeins nasasjón af hvernig þessi veitingastaðir við þjóveginn líta út, en þurfum við tækifæri að gera betri samanburð á þeim.
Við komum semsagt vel mett í áfangastað, því var nú ver því þar er nýtískulegur veitingastaður með miklu úrvali af mat og við gætum vel hugsað okkur að skreppa þangað seinna til að bragða á einhverju sem þar er á boðstólum.
Við fengum okkur reyndar kaffi og köku þegar við vorum búin að ganga okkur upp að hnjám við að skoða í verslanir.
Það var gaman að sjá hvernig veggirnir inni í húsinu voru skreyttir, það voru framhliðar húsa, svo hver gangur hafði eiginlega síma sérstöku götumynd frá því sem var þarna við ströndina fyrir rúmum hundrað árum. Það voru líka gamlar stórar ljósmyndir frá brimlendingu við sendna ströndina og svo fólk að vinna við aflann.
Þarna á einum ganginum er líka falllegur bátur sem notaður hefur verið á stóru síki sem er þarna skammt frá og í bakgrunn er mynd af umhverfinu, svo þetta verður mjög raunverulegt að sjá.
Mér fannst reglulega gaman að koma í þetta hús og get vel hugsað mér að skoða það fljótlega aftur.
Ég er búinn að setja nokkrar myndir inn á myndasíðuna og þær ættu að lýsa vel því sem fyrir augu bar í dag.
22 janúar 2007
Að pota kartöflunum niður.
Veður: 3,6°/13° úrkoma 5 mm. Skúrir, en bjart á milli skúra.
Þá er lokið við að koma kartöflunum ofan í moldina þetta árið. Niðursetningin er svo sem ekkert þrekvirki, því við setjum bar lítið niður af kartöflum, vegna þess að við getum ekki geymt þær lengi.
Hér er til siðs að skera útsæðið í búta þannig að það sé ein spíra á hverjum bút.
Ég tók mynd af útsæðinu þegar búið var að skera það í búta, einnig tók ég mynd af kartöflunum þar sem þær eru komnar í moldina. Hér eru gerðar svona raufar sem kartöflurnar eru settar í og svo þegar næsta rauf er gerð rótast yfir þá fyrri. Skóflan sem notuð er við þetta sést á myndinni.
Það var slátrað svíni hjá Matthild grannkonu okkar í síðustu viku og nú segist hún vera hætt svínaræktinni og þegar geiturnar sem hún er með núna eru orðnar fullvaxnar verður þeim slátrað og ekki fengnar aðrar í þeirra stað.
Matthild er orðin svo slæm í fótunum að hú treystir sér ekki lengur til að afla fóðurs fyrir þessa gripi og hugsa um þá.
Þetta er mikil breyting á hennar högum, því allan þeirra búskap hefur hún séð um að framleiða kjöt og grænmeti fyrir sitt heimili, en nú verður að fara út í búð og kaupa þessar afurðir.
Hún segist muni sakna þess að hafa ekki heimaræktað kjöt, því það sé öðruvísi bragð af kjötinu sem hún kaupi í búðinni, en það verði bara að hafa það, því nú ráði hún ekki lengur við þetta.
Þá er lokið við að koma kartöflunum ofan í moldina þetta árið. Niðursetningin er svo sem ekkert þrekvirki, því við setjum bar lítið niður af kartöflum, vegna þess að við getum ekki geymt þær lengi.
Hér er til siðs að skera útsæðið í búta þannig að það sé ein spíra á hverjum bút.
Ég tók mynd af útsæðinu þegar búið var að skera það í búta, einnig tók ég mynd af kartöflunum þar sem þær eru komnar í moldina. Hér eru gerðar svona raufar sem kartöflurnar eru settar í og svo þegar næsta rauf er gerð rótast yfir þá fyrri. Skóflan sem notuð er við þetta sést á myndinni.
Það var slátrað svíni hjá Matthild grannkonu okkar í síðustu viku og nú segist hún vera hætt svínaræktinni og þegar geiturnar sem hún er með núna eru orðnar fullvaxnar verður þeim slátrað og ekki fengnar aðrar í þeirra stað.
Matthild er orðin svo slæm í fótunum að hú treystir sér ekki lengur til að afla fóðurs fyrir þessa gripi og hugsa um þá.
Þetta er mikil breyting á hennar högum, því allan þeirra búskap hefur hún séð um að framleiða kjöt og grænmeti fyrir sitt heimili, en nú verður að fara út í búð og kaupa þessar afurðir.
Hún segist muni sakna þess að hafa ekki heimaræktað kjöt, því það sé öðruvísi bragð af kjötinu sem hún kaupi í búðinni, en það verði bara að hafa það, því nú ráði hún ekki lengur við þetta.
21 janúar 2007
Sunnudagsferð
Veður: 1,5°/16° skýjað.
Þórunn átti uppástungu að sunnudagsferðinni í dag, að fara í gróðraarstöð sem er í rúmlega þrjátíu kílómetra fjarlægð héðan.
Það eru orðin nokkur ár síðan við komum í þessa stöð síðast, því það er komin mý og góð gróðrarstöð mun nær okkur en þessi er.
Þessi stöð sem við fórum í, í dag er mjög stór og úrval af blómum og trjám er þar mjög mikið.
Þar er líka mikið úrvala af garðhúsgögnum, skrautmunum. Blómsturpottum, verkfærum og bókstaflega öllu sem tengist garðinum.
Það var mjög margt um manninn þarna í dag og flestir fóru með eitt eða fleiri blóm með sér út.
Við bara skoðuðum, eða réttara er að segja að Þórunn hafi skoðað og ég hafi rölt með henni mér til ánægju, því það er hún sem þekkir blómin og sér almennileg hvað er á boðstólum.
N´st litum við svo inn í raftækja og húsgagnaverslun sem er skammt frá gróðrarstöðinni. Það er búið að stækka verslunina svo mikið síðan við vorum þar síðast og auka vöruúrvalið mjög mikið.
Fyrir nokkrum árum fórum við með Matthild og Manúel nágranna okkar í þessa verslun til að kaupa sér ísskáp, því ísskapurinn þeirra hafði geispað golunni.
Við vorum að reyna að ráðleggja þeim í sambandi við val á skáp, en þar kom fljótlega að Matthild sá skáp sem hana langaði til að kaupa, þó hann væri mun dýrari og að mörgu leiti óhentugur fyrir hana, en Manúel þekkti sína konu og sagði okkur að fyrst hún væri búin að bíta í sig að fá þennan skáp að þá yrði henni ekki haggað með það og það reyndist rétt hjá honum.
Skápurinn var keyptur, en verst var að hann entist illa, mótorinn í honum bilaði eftir örfá ár.
Þórunn átti uppástungu að sunnudagsferðinni í dag, að fara í gróðraarstöð sem er í rúmlega þrjátíu kílómetra fjarlægð héðan.
Það eru orðin nokkur ár síðan við komum í þessa stöð síðast, því það er komin mý og góð gróðrarstöð mun nær okkur en þessi er.
Þessi stöð sem við fórum í, í dag er mjög stór og úrval af blómum og trjám er þar mjög mikið.
Þar er líka mikið úrvala af garðhúsgögnum, skrautmunum. Blómsturpottum, verkfærum og bókstaflega öllu sem tengist garðinum.
Það var mjög margt um manninn þarna í dag og flestir fóru með eitt eða fleiri blóm með sér út.
Við bara skoðuðum, eða réttara er að segja að Þórunn hafi skoðað og ég hafi rölt með henni mér til ánægju, því það er hún sem þekkir blómin og sér almennileg hvað er á boðstólum.
N´st litum við svo inn í raftækja og húsgagnaverslun sem er skammt frá gróðrarstöðinni. Það er búið að stækka verslunina svo mikið síðan við vorum þar síðast og auka vöruúrvalið mjög mikið.
Fyrir nokkrum árum fórum við með Matthild og Manúel nágranna okkar í þessa verslun til að kaupa sér ísskáp, því ísskapurinn þeirra hafði geispað golunni.
Við vorum að reyna að ráðleggja þeim í sambandi við val á skáp, en þar kom fljótlega að Matthild sá skáp sem hana langaði til að kaupa, þó hann væri mun dýrari og að mörgu leiti óhentugur fyrir hana, en Manúel þekkti sína konu og sagði okkur að fyrst hún væri búin að bíta í sig að fá þennan skáp að þá yrði henni ekki haggað með það og það reyndist rétt hjá honum.
Skápurinn var keyptur, en verst var að hann entist illa, mótorinn í honum bilaði eftir örfá ár.
20 janúar 2007
Nýtt ljós
Veður: 5,7°/18,2° þoka fyrst í morgunn, en síðar að mestu léttskýjað.
Nú er komið nýtt og fallegra ljós yfir eldhúsborðið hjá okkur, það leysir af hólmi plastljós sem hefur þjónað sínu hlutverki með prýði undanfarin ár. Það hefur skilað þeirri birtu sem til var ætlast af því, en var ekki augnayndi í leiðinni. Þórunn er víst nokkrum sinnum búin að minnast á að það væri gaman að fá fallegra ljós í eldhúsið, jú ég hef svo sem verið sama sinnis með það, en samt ekki eins áhugasamur og hún.
Eitthvað hefur henni verið farið að leiðast þófið, því fyrir jólin spurði hún hvort hún gæti bara ekki fengið eldhúsljósið í jólagjöf.
Slíkt fannst mér ekki koma til greina að fara að gefa henni í jólagjöf hlut sem nota ætti í íbúðarhúsinu, en þetta varð til þess að við fórum í alvöru að svipast um eftir nýju eldhúsljósi í búðarferðum okkar, en einhvern veginn var það svo að við sáum ekkert sem okkur fannst spennandi.
Það til í þessari viku að við litum inn í verslun sem nýlega er búið að opna í Aveiro, þar var ljós sem okkur leist báðum vel á og ákveðið var að kaupa.
Þegar átti að fara að pakka ljósinu inn kom Þórunn auga á að það var brotið og ekki til annað ljós alveg eins. Afgreiðslustúlkan bjóst við að fá annað ljós eftir einn eða tvo daga, svo við fórum á stúfana í dag til að athuga hvernig gengi. Það kom okkur ekki verulega á óvart að ljósið var ekki komið og nú voru engin ákveðin svör um hvort eða hvenær það kæmi.
Svo það varð úr að velja ljós með öðru munstri og nú er það komið á sinn stað yfir eldhúsborðinu og á vonandi eftir að varpa birtu á mismunandi kræsingar á borðinu um ókomin ár.
Nú er komið nýtt og fallegra ljós yfir eldhúsborðið hjá okkur, það leysir af hólmi plastljós sem hefur þjónað sínu hlutverki með prýði undanfarin ár. Það hefur skilað þeirri birtu sem til var ætlast af því, en var ekki augnayndi í leiðinni. Þórunn er víst nokkrum sinnum búin að minnast á að það væri gaman að fá fallegra ljós í eldhúsið, jú ég hef svo sem verið sama sinnis með það, en samt ekki eins áhugasamur og hún.
Eitthvað hefur henni verið farið að leiðast þófið, því fyrir jólin spurði hún hvort hún gæti bara ekki fengið eldhúsljósið í jólagjöf.
Slíkt fannst mér ekki koma til greina að fara að gefa henni í jólagjöf hlut sem nota ætti í íbúðarhúsinu, en þetta varð til þess að við fórum í alvöru að svipast um eftir nýju eldhúsljósi í búðarferðum okkar, en einhvern veginn var það svo að við sáum ekkert sem okkur fannst spennandi.
Það til í þessari viku að við litum inn í verslun sem nýlega er búið að opna í Aveiro, þar var ljós sem okkur leist báðum vel á og ákveðið var að kaupa.
Þegar átti að fara að pakka ljósinu inn kom Þórunn auga á að það var brotið og ekki til annað ljós alveg eins. Afgreiðslustúlkan bjóst við að fá annað ljós eftir einn eða tvo daga, svo við fórum á stúfana í dag til að athuga hvernig gengi. Það kom okkur ekki verulega á óvart að ljósið var ekki komið og nú voru engin ákveðin svör um hvort eða hvenær það kæmi.
Svo það varð úr að velja ljós með öðru munstri og nú er það komið á sinn stað yfir eldhúsborðinu og á vonandi eftir að varpa birtu á mismunandi kræsingar á borðinu um ókomin ár.
19 janúar 2007
Þorri
Veður: 9,3°/20,7° þoka fyrst í morgunn, en léttskýjað eftir að þokunni létti.
Það er ekki hægt að kvarta undan veðrinu hér á fyrsta degi í Þorra, sól og blíðviðri.
Fyrsta sinn á þessu ári sem hitinn á hitamælinn hér komst yfir 20 gráðurnar.
Ég notaði góða veðrið til að slá grasfötina, en það var í fyrsta sinn á þessu ári sem hún er slegin, eftir sláttinn bar ég svo áburrð á blettinn til að fá fallegt og kröftugt gras og meiri vinnu við að slá.
Það er ekki vandamál ef maður verður svangur meðan á slætti stendur, þá þarf ekki annað en ná sér í appelsínu á trénu og afhýða hana og borða.
Appelsínurnar eru mjög góðar núnar og albest er að borða þær strax og þær hafa verið teknar af trénu.
Við erum búin að bjóða Portúgölskum vinum okkar í mat í kvöld, það verður ekki um neinn svokallaðann þorramat að ræða, enda á ég ekki von á að þau kynnu að meta slíkan mat.
Það er ekki hægt að kvarta undan veðrinu hér á fyrsta degi í Þorra, sól og blíðviðri.
Fyrsta sinn á þessu ári sem hitinn á hitamælinn hér komst yfir 20 gráðurnar.
Ég notaði góða veðrið til að slá grasfötina, en það var í fyrsta sinn á þessu ári sem hún er slegin, eftir sláttinn bar ég svo áburrð á blettinn til að fá fallegt og kröftugt gras og meiri vinnu við að slá.
Það er ekki vandamál ef maður verður svangur meðan á slætti stendur, þá þarf ekki annað en ná sér í appelsínu á trénu og afhýða hana og borða.
Appelsínurnar eru mjög góðar núnar og albest er að borða þær strax og þær hafa verið teknar af trénu.
Við erum búin að bjóða Portúgölskum vinum okkar í mat í kvöld, það verður ekki um neinn svokallaðann þorramat að ræða, enda á ég ekki von á að þau kynnu að meta slíkan mat.
18 janúar 2007
Endurfundir
Veður: 1°/16,5° alskýjað.
Í morgunn klippti ég horteinsíurnar, ef einhver sér fyrir sér að ég hafi verið að dúlla við að klippa niður lítið stofublóm í potti, þá er það ekki rétt. Ég var með stórar rafmagnshekkklippur og veitti ekki af því hortensíurnar vaxa hér úti í garði og verða einn og hálfur metri á hæð, þó þær séu klipptar niður á hverju ári. Þetta eru ótrúlega duglegar og fallegar plöntur og það þarf nánast ekkert að hafa fyrir þeim.
Eftir matinn fórum við svo í góðan göngutúr í gegnum skóginn sem er hér við þorpið. Þau fáu tré sem fella laufið standa nakin núna og burkninn í skógarbotninum er allur dauður, en hann kemur fljótlega aftur um leið og hlýnar í verði. Á svona gönguferðum um skóginn er gaman að fylgjast með hvar verið er að fella tré og eins þar sem sér út á akra að fylgjast með hverju er verið að sá á mismunandi tíma.
Síðdegis fórum við svo að versla í bæ hérna innar í landinu og á bílastæðinu má eiginlega segja að ég hafi hitt gamlan og kæran kunningja, ef hægt er að segja svo um hluti úr málmi og gleri. Þarna á bílastæðinu var Citroen super árgerð 1973, en ég átti einmitt samskonar bíl og ég man enn hversu gott var að aka þessum bílum.
Hann hefur átt góða daga og fengið góða umönnun þessi bíll sem ég sá í dag, því hann leit út eins og hann væri nýr, því til sönnunar læt ég fylgja mynd sem ég tók af bílnum.
Í morgunn klippti ég horteinsíurnar, ef einhver sér fyrir sér að ég hafi verið að dúlla við að klippa niður lítið stofublóm í potti, þá er það ekki rétt. Ég var með stórar rafmagnshekkklippur og veitti ekki af því hortensíurnar vaxa hér úti í garði og verða einn og hálfur metri á hæð, þó þær séu klipptar niður á hverju ári. Þetta eru ótrúlega duglegar og fallegar plöntur og það þarf nánast ekkert að hafa fyrir þeim.
Eftir matinn fórum við svo í góðan göngutúr í gegnum skóginn sem er hér við þorpið. Þau fáu tré sem fella laufið standa nakin núna og burkninn í skógarbotninum er allur dauður, en hann kemur fljótlega aftur um leið og hlýnar í verði. Á svona gönguferðum um skóginn er gaman að fylgjast með hvar verið er að fella tré og eins þar sem sér út á akra að fylgjast með hverju er verið að sá á mismunandi tíma.
Síðdegis fórum við svo að versla í bæ hérna innar í landinu og á bílastæðinu má eiginlega segja að ég hafi hitt gamlan og kæran kunningja, ef hægt er að segja svo um hluti úr málmi og gleri. Þarna á bílastæðinu var Citroen super árgerð 1973, en ég átti einmitt samskonar bíl og ég man enn hversu gott var að aka þessum bílum.
Hann hefur átt góða daga og fengið góða umönnun þessi bíll sem ég sá í dag, því hann leit út eins og hann væri nýr, því til sönnunar læt ég fylgja mynd sem ég tók af bílnum.
17 janúar 2007
Annar í afmæli.
Veður: 11,5°/15,6° úrkoma 2 mm. Þurrt í dag en skýjað.
Það fór nú svo að ég hafði annan í afmæli í dag, því þó afmælismaturinn bragðaðist ágætlega í gær að þá hæfði hvorki umhverfið sem við borðuðum á né hvernig maturinn var borinn fram þeim kröfum sem ég geri til afmælisveislu.
Til að bæta úr þessu fórum við í dag á gott veitingahús í Aveiro og þar varð ég ekki fyrir vonbrigðum. Maturinn var frábær, þjónustan og umhverfið gott.
Við fengum grillað kalkúnakjöt með ananas og þessu var svo smekklega raðað á diskana og bragðið var eins og best verður á kosið. Í eftir rétt var svo ananas fromas, líka mjög gott.
Svona til að sanna mál mitt þá læt ég fylgja með myndir af matnum og hvernig hann var borinn fram. Ég þarf varla að taka það fram að maturinn í leirfatinu er maturinn sem við fengum í gær, en falllegi diskurinn er frá því í dag.
Ég sagði frá því í síðustu viku að við hefðum kvartað formlega hjá Toyota yfir þjónustunni sem við hefðum fengið þar. Þetta virðist hafa borið árangur, því nú eru allir á hjólum í kring um okkur.
DVD diskurinn með kortinu í GPS tækið kom fyrr en lofað var og það var hringt í okkur um leið og hann var tilbúinn til afgreiðslu, sem var í gærmorgun.
Þegar við vorum að taka á móti diskinum kom yfirmaður varahlutadeildarinnar og lét okkur vita að bókin yfir Gps tækið kæmi 25. janúar, við vonum að það standist.
Þjónustufulltrúinn hringdi svo í dag til að kanna hvort málin væru ekki í réttum farvegi.
Þessi nýja uppfærsla á vegakortinu í GPS tækið er mun fullkomnari en sú sem við höfðum. Í eldri útgáfunni var bara sýndur þjóðvegurinn í gegn um þorp eins og því sem við búum í, en nú er búið að færa inn hvern krákustíg og það sama gildir um aðra þá staði sem við höfum farið um eftir að við fengum nýja kortið.
Það fór nú svo að ég hafði annan í afmæli í dag, því þó afmælismaturinn bragðaðist ágætlega í gær að þá hæfði hvorki umhverfið sem við borðuðum á né hvernig maturinn var borinn fram þeim kröfum sem ég geri til afmælisveislu.
Til að bæta úr þessu fórum við í dag á gott veitingahús í Aveiro og þar varð ég ekki fyrir vonbrigðum. Maturinn var frábær, þjónustan og umhverfið gott.
Við fengum grillað kalkúnakjöt með ananas og þessu var svo smekklega raðað á diskana og bragðið var eins og best verður á kosið. Í eftir rétt var svo ananas fromas, líka mjög gott.
Svona til að sanna mál mitt þá læt ég fylgja með myndir af matnum og hvernig hann var borinn fram. Ég þarf varla að taka það fram að maturinn í leirfatinu er maturinn sem við fengum í gær, en falllegi diskurinn er frá því í dag.
Ég sagði frá því í síðustu viku að við hefðum kvartað formlega hjá Toyota yfir þjónustunni sem við hefðum fengið þar. Þetta virðist hafa borið árangur, því nú eru allir á hjólum í kring um okkur.
DVD diskurinn með kortinu í GPS tækið kom fyrr en lofað var og það var hringt í okkur um leið og hann var tilbúinn til afgreiðslu, sem var í gærmorgun.
Þegar við vorum að taka á móti diskinum kom yfirmaður varahlutadeildarinnar og lét okkur vita að bókin yfir Gps tækið kæmi 25. janúar, við vonum að það standist.
Þjónustufulltrúinn hringdi svo í dag til að kanna hvort málin væru ekki í réttum farvegi.
Þessi nýja uppfærsla á vegakortinu í GPS tækið er mun fullkomnari en sú sem við höfðum. Í eldri útgáfunni var bara sýndur þjóðvegurinn í gegn um þorp eins og því sem við búum í, en nú er búið að færa inn hvern krákustíg og það sama gildir um aðra þá staði sem við höfum farið um eftir að við fengum nýja kortið.
16 janúar 2007
Afmæli á ný, getur það bara verið rétt?
Veður: 5,3°/16,9° skýjað og úrkoma síðdegis, en svo lítið að það var vart mælanlegt.
Þó ég muni það ekki hef ég sjálfsagt einhvern tímann sagt ég er sextán og bráðum sautján, því það var mjög stór áfangi að ná sautján ára aldri, því þá var heimilt að taka bílpróf. Það var heldur ekki verið að bíða neitt með að taka bílprófið, það var tekið á sjálfan afmælisdaginn þegar ég varð seytján ára.
Nú er maður löngu hættur að segja að maður verði bráðum þetta og þetta gamall, en afmælisdagarnir skila sér samt og svei mér ef það er ekki verið eitthvað að svindla og farið að hafa árin styttri en áður var. Allavega finnst mér mjög stutt síðan ég átti afmæli síðast og nú á ég afmæli á ný í dag.
En gott og blessað að eldast á meðan heilsan er í lagi.
Afmælisdagurinn byrjaði ekki amalega, því hann byrjaði á því að Þórunn dekraði við mig með hátíðarmorgunverð með kertaljósum og öllu tilheyrandi.
Við vorum búin að ráðgera að fara og skoða borg sem heitir Pombal á afmælisdaginn minn ef verðið yrði gott og í morgunn var ágætisveður svo við lögðum bara í hann.
Þessi bær er í um það bil eitthundrað og tíu kílómetra héðan til suðurs og við höfum oft ekið þjóveginn í gegnum bæinn en ekki gefið okkur tíma til að skoða bæinn að gagni.
Við vorum komin þarna um hádegi, svo fyrsta verkið var að finna stað til að borða á. Ekki er hægt að segja að þetta hafi verið neinn glæsistaður, en það sem skiptir mestu máli, er að við fengum bragðgóðan mat þarna. Eitthvað sem nefna mætti uppá íslensku vorkálf. En þetta eru nautakjötsbitar steiktir í ofni ásamt kartöflum og grænmeti. Það er mjög víða boðið upp á svona mat hér, en oftar en ekki er búið að hafa kjötið svo lengi í ofninum að það er komið kæfubragð af því, en í dag var þetta alveg mátulega steikt.
Eftir matinn fórum við í góða gönguferð um bæinn, þetta er snyrtilegur bær með nokkrum gömlum og fallegum húsum og uppi á hæð yfir bænum tróna kastalarústir. Nú svo eru auðvitað ný hverfi með blokkum og einbýlishúsum eins og gengur.
Hampiðjan reisti verksmiðju í þessum bæ í samvinnu við Portúgali, ég veit ekki hvort verksmiðjan er enn starfandi.
Þegar við komum heim í Albergaria fengum við okkur afmæliskaffi, svo það er ekki hægt að segja annað en maginn hafi fengið sitt á þessum afmælisdegi, eins og raunar á flestum slíkum dögum.
Myndirnar eru frá Pombal.
Þó ég muni það ekki hef ég sjálfsagt einhvern tímann sagt ég er sextán og bráðum sautján, því það var mjög stór áfangi að ná sautján ára aldri, því þá var heimilt að taka bílpróf. Það var heldur ekki verið að bíða neitt með að taka bílprófið, það var tekið á sjálfan afmælisdaginn þegar ég varð seytján ára.
Nú er maður löngu hættur að segja að maður verði bráðum þetta og þetta gamall, en afmælisdagarnir skila sér samt og svei mér ef það er ekki verið eitthvað að svindla og farið að hafa árin styttri en áður var. Allavega finnst mér mjög stutt síðan ég átti afmæli síðast og nú á ég afmæli á ný í dag.
En gott og blessað að eldast á meðan heilsan er í lagi.
Afmælisdagurinn byrjaði ekki amalega, því hann byrjaði á því að Þórunn dekraði við mig með hátíðarmorgunverð með kertaljósum og öllu tilheyrandi.
Við vorum búin að ráðgera að fara og skoða borg sem heitir Pombal á afmælisdaginn minn ef verðið yrði gott og í morgunn var ágætisveður svo við lögðum bara í hann.
Þessi bær er í um það bil eitthundrað og tíu kílómetra héðan til suðurs og við höfum oft ekið þjóveginn í gegnum bæinn en ekki gefið okkur tíma til að skoða bæinn að gagni.
Við vorum komin þarna um hádegi, svo fyrsta verkið var að finna stað til að borða á. Ekki er hægt að segja að þetta hafi verið neinn glæsistaður, en það sem skiptir mestu máli, er að við fengum bragðgóðan mat þarna. Eitthvað sem nefna mætti uppá íslensku vorkálf. En þetta eru nautakjötsbitar steiktir í ofni ásamt kartöflum og grænmeti. Það er mjög víða boðið upp á svona mat hér, en oftar en ekki er búið að hafa kjötið svo lengi í ofninum að það er komið kæfubragð af því, en í dag var þetta alveg mátulega steikt.
Eftir matinn fórum við í góða gönguferð um bæinn, þetta er snyrtilegur bær með nokkrum gömlum og fallegum húsum og uppi á hæð yfir bænum tróna kastalarústir. Nú svo eru auðvitað ný hverfi með blokkum og einbýlishúsum eins og gengur.
Hampiðjan reisti verksmiðju í þessum bæ í samvinnu við Portúgali, ég veit ekki hvort verksmiðjan er enn starfandi.
Þegar við komum heim í Albergaria fengum við okkur afmæliskaffi, svo það er ekki hægt að segja annað en maginn hafi fengið sitt á þessum afmælisdegi, eins og raunar á flestum slíkum dögum.
Myndirnar eru frá Pombal.
15 janúar 2007
14 janúar 2007
13 janúar 2007
Dagur "bóndakonunnar"
12 janúar 2007
Fyrsta rispan
Veður: 0,8°/19,9° heiðskýrt.
Það hefur víst ekki farið framhjá lesendum þessara pistla að við pöntuðum okkur nýjan bíl í lok águst og fengum bílinn afhentan þann 12. september.
Þessum góða bíl áttu að fylgja leiðarvísar á portúgölsku, tvær bækur önnur upp á fjögur hundruð síður en hin aðeins tvöhundruð síður.
Um leið og við gengum frá pöntuninni á bílnum báðum við um að fá leiðarvísana með bílnum á ensku. Okkur var sagt að það væri ekkert vandamál, tæki bara smátíma, bækurnar yrðu sendar með pósti um leið og þær væru komnar til þeirra.
Við fórum og spurðum eftir bókunum þegar okkur var farið að lengja verulega eftir að fá þær, okkur var sagt að þetta væri alveg að koma, bara bíða róleg.
Eftir tæpa tvo mánuði kom fyrri bókin, en enn er sú seinni ókomin eftir tæpa fimm mánuði.
Fyrir tæpum þrem vikum pöntuðu við svo nýtt kort í GPS tækið í bílnum. Því var lofað eftir fimm daga og eins og fyrr átti að hringja og láta okkur vita þegar við mættum sækja kortið. Þegar ekkert hafði heyrst eftir fjórtán daga fórum við á staðinn, en þá var svo léleg nettengingin hjá fyrirtækinu að okkur var sagt að það var ekki hægt að sjá hvað pöntuninni liði. Við hringjum í ykkur í fyrramálið og látum vita hvernig gengur. Auðvitað hringdi engin.
Nú fannst okkur ver nóg komið af lélegri þjónustu, svo við ákváðum að fara í dag og reyna að fá aeinhvern botn í þetta.
Sá sem sá um að panta kortið bar því við að svona lagað hefði aldrei verið pantað áður og þess vegna hefði eitthvað farið
úrskeiðis, en diskurinn yrði kominn eftir sex daga.
Næst fórum við svo í að athuga með bókina eina ferðina enn, en sem fyrr var enga bóka að hafa.
Nú var okkur nóg boðið og báðum um að fá að tala við manneskju sem sæi um þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins, eftir smánudd tókst það, þegar það þótti útséð um að það væri ekki hægt að tala okkur til og bara bíða og bíða.
Í öllum stærri fyrirtækjum og þjónustustofnunum hér í Portúgal liggur frammi kvörtunarbók, sem viðskiptavinirnir geta skrifað í sínar kvartanir ef þeir eru ekki sáttir við þjónustuna.
Svona bók var að finna í Toyotaumboðinu og þjónustufulltrúinn sýndi okkur stoltur að enn sem komið er hefði enginn skrifað kvörtun í þessa bók, það hefði alltaf tekist að gera viðskiptavininum til hæfis. Hún reyndi hvað hún gat til að hafa okkur ofan af því að skrifa kvörtun í bókina.
Við vitum öll hversu erfitt er að fá fyrstu rispuna, eða beygluna á nýja bílinn og það virtist vera álíka erfitt fyrir þjónustufulltrúann að horfa upp á að skrifað væri í fyrsta sinn í kvörtunarbókina, en nú er hann búinn að upplifa það.
Ég vona að þetta verði til þess að við og aðrir viðskiptavinir getum átt von á betri þjónustu þarna í framtíðinni.
Það hefur víst ekki farið framhjá lesendum þessara pistla að við pöntuðum okkur nýjan bíl í lok águst og fengum bílinn afhentan þann 12. september.
Þessum góða bíl áttu að fylgja leiðarvísar á portúgölsku, tvær bækur önnur upp á fjögur hundruð síður en hin aðeins tvöhundruð síður.
Um leið og við gengum frá pöntuninni á bílnum báðum við um að fá leiðarvísana með bílnum á ensku. Okkur var sagt að það væri ekkert vandamál, tæki bara smátíma, bækurnar yrðu sendar með pósti um leið og þær væru komnar til þeirra.
Við fórum og spurðum eftir bókunum þegar okkur var farið að lengja verulega eftir að fá þær, okkur var sagt að þetta væri alveg að koma, bara bíða róleg.
Eftir tæpa tvo mánuði kom fyrri bókin, en enn er sú seinni ókomin eftir tæpa fimm mánuði.
Fyrir tæpum þrem vikum pöntuðu við svo nýtt kort í GPS tækið í bílnum. Því var lofað eftir fimm daga og eins og fyrr átti að hringja og láta okkur vita þegar við mættum sækja kortið. Þegar ekkert hafði heyrst eftir fjórtán daga fórum við á staðinn, en þá var svo léleg nettengingin hjá fyrirtækinu að okkur var sagt að það var ekki hægt að sjá hvað pöntuninni liði. Við hringjum í ykkur í fyrramálið og látum vita hvernig gengur. Auðvitað hringdi engin.
Nú fannst okkur ver nóg komið af lélegri þjónustu, svo við ákváðum að fara í dag og reyna að fá aeinhvern botn í þetta.
Sá sem sá um að panta kortið bar því við að svona lagað hefði aldrei verið pantað áður og þess vegna hefði eitthvað farið
úrskeiðis, en diskurinn yrði kominn eftir sex daga.
Næst fórum við svo í að athuga með bókina eina ferðina enn, en sem fyrr var enga bóka að hafa.
Nú var okkur nóg boðið og báðum um að fá að tala við manneskju sem sæi um þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins, eftir smánudd tókst það, þegar það þótti útséð um að það væri ekki hægt að tala okkur til og bara bíða og bíða.
Í öllum stærri fyrirtækjum og þjónustustofnunum hér í Portúgal liggur frammi kvörtunarbók, sem viðskiptavinirnir geta skrifað í sínar kvartanir ef þeir eru ekki sáttir við þjónustuna.
Svona bók var að finna í Toyotaumboðinu og þjónustufulltrúinn sýndi okkur stoltur að enn sem komið er hefði enginn skrifað kvörtun í þessa bók, það hefði alltaf tekist að gera viðskiptavininum til hæfis. Hún reyndi hvað hún gat til að hafa okkur ofan af því að skrifa kvörtun í bókina.
Við vitum öll hversu erfitt er að fá fyrstu rispuna, eða beygluna á nýja bílinn og það virtist vera álíka erfitt fyrir þjónustufulltrúann að horfa upp á að skrifað væri í fyrsta sinn í kvörtunarbókina, en nú er hann búinn að upplifa það.
Ég vona að þetta verði til þess að við og aðrir viðskiptavinir getum átt von á betri þjónustu þarna í framtíðinni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)