30 janúar 2007

Ávaxtatrén klippt.

Veður: 1,8°/16,8° mestu skýjað.

Í morgunn þurfti ég mæta til láta taka blóðsýni til fylgjast með á hvaða róli kólesterólið er hjá mér.
Staðurinn sem blóðsýnið er tekið opnar klukkan átta á morgnana, það er opnað svona snemma,því venjulega þarf fólk mæta fastandi. Fyrst þegar við vorum mæta þarna mættum við klukkan átta og lentum þá í bíða lengi, því það virtust nær allir mæta á sama tíma.
Núna erum við farin læra á þetta og mætum ekki fyrr en klukkan verða tíu og þá er engin bið eftir komast að.
Eftir sýnatökuna fórum við á kaffihús og fengum nýbakað brauð og kaffi.
Því næst renndum við niður til Aveiro, því mig langaði til sjá nýja Vista stýrikerfið í verslunum og hvaða verð væri á því.
Það var ótrúlega mikill verðmunur á milli verslana. Við fórum bara í tvær verslanir sem eru nærri hvor annarri og á öðrum staðnum var verðið 270€ , en í hinni 400€. Þetta er ótrúlega mikill verðmunur á nákvæmlega sama hlut.
Það segja margir maður eigi bíða eitthvað með skipta yfir í Vista. Vera rólegur og sjá til hvernig þetta reynist, ekkert liggi á, þetta hljómar mjög skinsamlega, en það er bara stundum leiðinlegt vera skinsamur.
Ég er svo nýjungagjarn ég vildi helst reyna þetta strax, en ég ætla reyna nota smávegis af skinseminni og bíða eitthvað, þó það frekar leiðinlegt bíða.

Hann Antonio, en það er maðurinn sem klippir ávaxtatrén í garðinum okkar á hverju ári var hér í dag í sinni árlegu heimsókn.
Hann er búinn klippa trén fyrir okkur í mörg ár.
Hann var áður garðyrkjumaður í hér skammt frá, en er kominn á eftirlaun, en heldur áfram vinna fyrir nokkra viðskiptavini.
Hann er orðinn 74ára, en hann er svo vel á sig kominn svo ég vona hann sjái um klippa trén okkar í mörg ár til viðbótar.
Maður sem klippti trén fyrir mig áður en ég fékk Antonio til þess var orðinn 84ára og vílaði ekki fyrir sér fara upp í stiga til klippa trén.
Læt fylgja með myndir af Antonio störfum.




Engin ummæli: