Veður: -0,8°/17,5° léttskýjað.
Ég er búinn að vera með leiðindakvef í eina viku en finnst ég loks vera að byrja að hressast.
Ekki vantar að ég er búin að fá ýmiss góð ráð um hvernig maður fer að því að ná skjótum bata, en ég hef eins og áður kosið að hundsa öll slík ráð og látið tímann um að laga þetta.
Númer eitt á listanum yfir ráð sem ég hef fengið, er að drífa sig strax til læknis og fá einhver lyf, en þar sem ég hef ekki heyrt um neitt lyf sem læknar kvef hef ég ekki talað við lækni.
Nú þar næst er að drekka heitt te með hunangi og það hef ég gert, því mér finnst það aðeins mýkja hálsinn smástund á eftir.
Annað sem á að vera alveg óbrigðult ráð, er að skera gulrætur í sneiðar, setja þær í skál ásamt slatta af púðursykri. Þegar þú svo drekkur sykurleðjuna af þessu er kvefið fljótt að hypja sig úr kroppnum á þér.
Ekki má gleyma því gamla húsráði að fá sér sterkan drykk.
Að lokum læt ég fljóta með það fáránlegasta ráð sem ég hef nokurn tíman heyrt um til að forðast að kvef nái að búa um sig í manni. Þetta ráð verður sem sé að nota strax um leið g þú hefur grun um að þú sér að veikjast af kvefi.
Á salernum hér í landi eru tvær skálar, önnur er til að setja í þann úrgang sem líkaminn þarf að losna við, en hina á að nota til að þrifa sig á eftir.
Þessa síðarnefndu skál á að fylla af ísköldu vatni og skella svo berum bossanum á sér þar ofan í og þar með er alveg pottþétt að kvefið sem var að ná tökum á þér er á bak og burt. Ég reyndi að fá útskíringu á hvernig þetta gæti orðið til þess að maður kvefaðist ekki, en það var fátt um svör, en sú sem gaf þetta ráð sagðist hafa sannreynt þetta á sjálfri sér og gefist vel.
Svo er nú það, eins og sjá má af ofansögðu eru til mörg óbrigðul ráð til að losna við kvef, en vegna óráðþægni og meðfæddrar þrjósku er ég búinn að þjást af þessu fjára í viku
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli