Veður: hiti 8,7°/13,7° úrkoma 2mm. Alskýjað og smáskúrir.
Flestir Íslendingar sem hingað hafa komið eru sammála um að verðlag hér sé mun lægra en á Íslandi, en svo er einstaka manneskja sem reynir að telja manni trú um að verðlag á Íslandi hafi lækkað og margt sé bara eins dýrt hér í Portúgal og á Íslandi. Það er gott ef fólk er sátt við verðlagið í sínu heimalandi og sjálfur er ég mjög sáttur við verðlagið hér í Portúgal, en aftur á móti hnykkir mér illa við þegar ég er á Íslandi og þarf að kaupa eitthvað matarkins þar, því mér finnst verðið vera alveg himinhátt.
Frétt sem ég sá í Mogganum í dag og fer hér á eftir staðfestir svo ekki fer á milli mála verðmun á Íslandi og í Portúgal.
Verð á vörum og þjónustu 46% hærra hér að jafnaði en í ESB
Verð á vörum og þjónustu sem venjuleg heimili nýta sér var að jafnaði 46% hærra á Íslandi en var að jafnaði í „gömlu" Evrópusambandslöndunum 15 árið 2005, að því er kemur fram í samantekt dönsku hagstofunnar. Verð á mat- og drykkjarvörum var 62% hærra hér á landi en að jafnaði í ríkjunum 15.
Danska hagstofan segir, að af umræddum 15 ríkjum sé hafi hæsta verðið verið í Danmörku, eða 33% að jafnaði yfir meðaltal en þar á eftir í Írlandi, 19%. Lægst var verðið í Portúgal og Grikklandi þar sem verðið var 17% og 16% undir meðaltalinu.
Eftir stækkun Evrópusambandsins í 27 ríki er verðlagið lægst í Búlgaríu og Rúmeníu, sem gengu í ESB nú um áramótin.
Ef verð á allri vöru og þjónustu, líka á opinberum innkaupum og fjárfestingum, er reiknað út, er það 38% hærra á Íslandi en að meðaltali í gömlu ESB-ríkjunum 15, að sögn dönsku hagstofunnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli