18 janúar 2007

Endurfundir

Veður: 1°/16,5° alskýjað.

Í morgunn klippti ég horteinsíurnar, ef einhver sér fyrir sér að ég hafi verið að dúlla við að klippa niður lítið stofublóm í potti, þá er það ekki rétt. Ég var með stórar rafmagnshekkklippur og veitti ekki af því hortensíurnar vaxa hér úti í garði og verða einn og hálfur metri á hæð, þó þær séu klipptar niður á hverju ári. Þetta eru ótrúlega duglegar og fallegar plöntur og það þarf nánast ekkert að hafa fyrir þeim.

Eftir matinn fórum við svo í góðan göngutúr í gegnum skóginn sem er hér við þorpið. Þau fáu tré sem fella laufið standa nakin núna og burkninn í skógarbotninum er allur dauður, en hann kemur fljótlega aftur um leið og hlýnar í verði. Á svona gönguferðum um skóginn er gaman að fylgjast með hvar verið er að fella tré og eins þar sem sér út á akra að fylgjast með hverju er verið að sá á mismunandi tíma.

Síðdegis fórum við svo að versla í bæ hérna innar í landinu og á bílastæðinu má eiginlega segja að ég hafi hitt gamlan og kæran kunningja, ef hægt er að segja svo um hluti úr málmi og gleri. Þarna á bílastæðinu var Citroen super árgerð 1973, en ég átti einmitt samskonar bíl og ég man enn hversu gott var að aka þessum bílum.
Hann hefur átt góða daga og fengið góða umönnun þessi bíll sem ég sá í dag, því hann leit út eins og hann væri nýr, því til sönnunar læt ég fylgja mynd sem ég tók af bílnum.

Engin ummæli: