Veður: 1,5°/16° skýjað.
Þórunn átti uppástungu að sunnudagsferðinni í dag, að fara í gróðraarstöð sem er í rúmlega þrjátíu kílómetra fjarlægð héðan.
Það eru orðin nokkur ár síðan við komum í þessa stöð síðast, því það er komin mý og góð gróðrarstöð mun nær okkur en þessi er.
Þessi stöð sem við fórum í, í dag er mjög stór og úrval af blómum og trjám er þar mjög mikið.
Þar er líka mikið úrvala af garðhúsgögnum, skrautmunum. Blómsturpottum, verkfærum og bókstaflega öllu sem tengist garðinum.
Það var mjög margt um manninn þarna í dag og flestir fóru með eitt eða fleiri blóm með sér út.
Við bara skoðuðum, eða réttara er að segja að Þórunn hafi skoðað og ég hafi rölt með henni mér til ánægju, því það er hún sem þekkir blómin og sér almennileg hvað er á boðstólum.
N´st litum við svo inn í raftækja og húsgagnaverslun sem er skammt frá gróðrarstöðinni. Það er búið að stækka verslunina svo mikið síðan við vorum þar síðast og auka vöruúrvalið mjög mikið.
Fyrir nokkrum árum fórum við með Matthild og Manúel nágranna okkar í þessa verslun til að kaupa sér ísskáp, því ísskapurinn þeirra hafði geispað golunni.
Við vorum að reyna að ráðleggja þeim í sambandi við val á skáp, en þar kom fljótlega að Matthild sá skáp sem hana langaði til að kaupa, þó hann væri mun dýrari og að mörgu leiti óhentugur fyrir hana, en Manúel þekkti sína konu og sagði okkur að fyrst hún væri búin að bíta í sig að fá þennan skáp að þá yrði henni ekki haggað með það og það reyndist rétt hjá honum.
Skápurinn var keyptur, en verst var að hann entist illa, mótorinn í honum bilaði eftir örfá ár.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli