Veður: 3°/17,9° léttskýjað.
Í dag eru eitt hundrað ár frá fæðingu móður minnar, en hún náði níutíu of sjöára aldri.
Ég er svo lánsamur að vera í hópi þeirra mörgu sem hafa verið svo heppnir að eiga bestu Móðir í heimi. Hún gaf mér svo ríkulegt veganesti út í lífið að það endist mér enn þann dag í dag og það á örugglega eftir að duga mér þá´daga sem ég á enn eftir að lifa. Það er svo gott með svona nesti sem sáð er í sálu manns að það tekur lítið pláss og alltaf hægt að grípa til þegar á þarf að halda.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli