Það er ekki hægt að kvarta undan veðrinu hér á fyrsta degi í Þorra, sól og blíðviðri.
Fyrsta sinn á þessu ári sem hitinn á hitamælinn hér komst yfir 20 gráðurnar.
Ég notaði góða veðrið til að slá grasfötina, en það var í fyrsta sinn á þessu ári sem hún er slegin, eftir sláttinn bar ég svo áburrð á blettinn til að fá fallegt og kröftugt gras og meiri vinnu við að slá.
Það er ekki vandamál ef maður verður svangur meðan á slætti stendur, þá þarf ekki annað en ná sér í appelsínu á trénu og afhýða hana og borða.
Appelsínurnar eru mjög góðar núnar og albest er að borða þær strax og þær hafa verið teknar af trénu.
Við erum búin að bjóða Portúgölskum vinum okkar í mat í kvöld, það verður ekki um neinn svokallaðann þorramat að ræða, enda á ég ekki von á að þau kynnu að meta slíkan mat.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli