02 febrúar 2007

Afmæli

Veður: 4°/16,9° léttskýjað.

Það er búin að vera stíf dagskrá í dag eins og vera ber þegar frúin á afmæli.
Það var ákveðið að fara og skoða borg sem heitir Leiria.
Það eru 125 Km. vegalengd þangað suður eftir. Við vorum kominn í áfangastað klukkan að ganga tólf og fórum þá beint í að skoða kastala bæjarins. Þessi kastali er óvenjuvel farinn og frá honum er að sjálfsögðu mjög gott útsýni yfir bæinn og hans nágrenni.
Eftir að hafa þrammað um kastalann og hans nágrenni vorum við orðin vel svöng, svo við drifum okkur niður í miðbæ til að leita að veitingastað og í þetta sinn vorum við fljót að finna veitingastað sem okkur leist vel á.
Við urðum heldur ekki fyrir vonbrigðum með matinn, því hann var reglulega bragðgóður.
Eftir matinn röltum við svo um miðbæinn og fannst hann reglulega skemmtilegur, við erum alveg til í að fara þangað aftur og skoða bæinn betur.
Ég set eitthvað af myndum frá Leiria inn á myndasíðuna um helgina.
Á heimleiðinni komum við svo við í Aveiro svo afmælisbarnið fengi sína afmælistertu.



Engin ummæli: