18 febrúar 2007

Konudagurinn

Veður: 3,3°/18,2° léttskýjað.

Í dag er mikið um hátíðarhöld hér í landi í sambandi við kjötkveðjuhátíðina. Í mörgum bæjum eru skrúðgöngur bæði í dag og svo aftur á sjálfan kjötkveðjudaginn, sem er á þriðjudag.
Við héldum daginn hátíðlegan með því fara út borða, en það var frekar í tilefni konudagssins, sem við héldumupp á daginn.
Auðvitað voru keypt konudagsblóm eins og vera ber fyrir þennan dag.
Við fórum á veitingahús í Albergaria, sem við höfum ekki komið á nokkuð lengi og þá kom í ljós að í salnum sem við vorum vön að vera er búið að breyta í brasilískan stað, en á efri hæðinni er venjulegur veitingastaður.
Þessi brasilíski staður er að hluta til hlaðborð. Í hlaðborðinu eru nokkrir smáréttir og grænmeti, en svo er líka boðið upp á þrettán tegundir af kjötmeti, sem þjónarnir koma með á spjótum og skera niður á diskana. Maður ræður hvaða kjöt er tekið og hverju er hafnað og eins hversu mikið er tekið af hverri tegund.
Það var líka boðið upp á grillaðan ananas og banana.
Það var gaman að reyna hvernig þetta bragðaðist og reyna eitthvað nýtt. Maturinn var allur bragðgóður, en samt held ég að við látum nokkurn tíma líða þar til við förum þarna aftur.
Fyrst ætlum við að skoða veitingasalinn á efri hæðinni, þar höfum við ekki komið inn áður.

Engin ummæli: