19 febrúar 2007

Garðvinna

Veður: 2,7°/16,1 úrkoma 3 mm. rigningarskúr í morgunn, en síðan þurtt fram að kaffi, en þá byrjaði að rigna.

Sló grasflötina í dag og reitti talsvert af illgresi.
eru rósirnar laufgast, sem segir manni það ekki orðið svo langt bíða vorsins.

Tölvumaðurinn var hér í fjóra tíma lagfæra tölvurnar hjá okkur og vonandi erum við þar með komin yfir erfiðasta hjallan í sambandi við skipta um stýrikerfi í tölvunum.
Ég hringdi í morgunn til Friðriks Skúlasonar sem framleiðir leiðréttingarforritið púka. Þar fékk ég að vita að það verður ekki fyrr en í apríllok sem þeir eiga forrit sem vinnur með Windows vista, svo ég verð að biðja lesendur mína að sýna mér umburðarlyndi þó það séu stafsetningarvillur í þessum pistlum.

Engin ummæli: