Veður 10-02. 9,1°/18,2° úrkoma 5 mm. Rigning síðastliðna nótt, en þurrt fram eftir degi.
Veður í dag 11-02 14,1°16,5 úrkoma 27 mm. Rigning í allan dag.
Eins og sjá má á veðrinu hér fyrir ofan er þetta búinn að vera innidagur í dag, bæði er að við áttum ekkert sérstakt erindi frá bæ og svo er það ekki svo oft sem rignir hér allan daginn að það er hægt að leifa sér að bíða betra veðurs.
Ég krækti mér líka í kvef, svo það er eins gott að taka því rólega, ég var rétt að ná því að jafna mig eftir kvefið sem ég fékk um jólin og nú er ég kominn með kvef aftur, þetta er nú einum of mikið af því góða.
Dóttur sonur minn hann Ingólfur Páll er fimmtán ára í dag. Það hefði verið gaman að geta heimsótt hann, en ég varð að láta duga að tala við hann í síma.
Við buðum Portúgölskum vinum okkar í mat í gærkvöldi. Það eru hjón og tvðr dætur þeirra, sú yngri er sextán en sú eldri er 24ár. Sú eldri er að ljúka námi í blaðamennsku, en sú yngri hefur mikinn áhuga fyrir matargerð og er jafnvel að spá í eitthvert nám tengt matargerð.
Mamman er kennari, en Pabbinn vinnur við fyrirtæki sem þau eiga og framleiðir franskar. Hann sér um að aka vörunum út, ásamt að sjá um reksturinn með eiginkonunni.
Þau kunnu vel að meta matreiðsluna hjá Þórunni. Fyrst fengu þau grænmetissúpu og síðan ofnsteikta kalkúnabringu með tilheyrandi grænmeti og í eftirrétt var svo ostakaka.
Eftir matinn var svo sest og spjallað saman og það gekk bara vel því þær mæðgur tala ensku, svo þetta var svona blanda af portúgölsku og ensku.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli