Veður: 1,1°/19,2° úrkoma 7 mm. Þurrt í dag og léttskýjað síðdegis.
Sunnudagsbíltúrinn notuðum við meðal annars til að skoða nýja verslun, sem er nýlega búið að opna í bæ hér skammt fyrir norðan okkur.
Þetta eru eiginlega þrjár einingar. Í einni einingunni eru byggingavörur og verkfæri og flest það sem þarf til endurnýjunar, eða nýbyggingar á íbúðarhúsnæði. Í miðjunni er svo venjulegur stórmarkaður og sérbúðir ásamt veitingastað og bakaríi. Að lokum er svo deild fyrir þarfasta þjóninn og þar á ég að sjálfsögðu við bílinn. Þarna er bílavörubúð, þvottastöð og ýmiss þjónusta við bíla.
Þegar haft er í huga hvað laun eru lág hér í landi er ótrúlegt að það skuli vera grundvöllur fyrir rekstri allra þessara nýju verslana.
Á heimleiðinni litum við inn í blómavalið okkar til að kaupa sumarblóm og á orgunn er meiningin að planta þeim hér í garðinum.
Það er ekki seinna vænna áður en sumarið kemur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli