24 febrúar 2007

Fluttningar

Veður: 10,7°/19,8° úrkoma 2mm. Að mestu skýjað í dag og ein smáskúr.

Í dag tókst að leysa síðasta vandamálið við að skipta yfir í Vista stýrikerfið.
Það er búið að vera vandamál með þráðlausu tenginguna á tölvunni hennar Þórunnar, en nú er búið að tengja tölvuna við netið með kapli og þar með virðist allt vinna eðlilega.
Tölvumaðurinn var hér í dag til að ljúka þessu af, hann ætlaði nú að vera hér í gærkvöldi, en kom klukkan fjögur í dag.
Að skipta um stýrikerfi er dálítið eins og að flytja í aðra íbúð, það þarf að pakka ýmsu niður áður en flutt er og enn er eftir að taka upp úr nokkrum kössum. Það er með þennan flutning eins og að flytja búslóð maður notat tækifærið og hendir ýmsu dóti sem ekki hefur verið notað lengi og ekki er neinar líkur á að verði nokkurn tímann notað.

Engin ummæli: