03 febrúar 2007

Farartæki

Veður: 6,1°/12,9° úrkoma, en svo lítil að hún var vart mælanleg.

Á ferðalagi okkar í gær sáum við þetta sérkennilega faratæki.Þetta er þríhjól með sæti fyrir tvo, ökumann og farþega, en það sérkennilega er að þeir snúa bökum saman.Yfirbyggingin er aðeins fyrir ökumanninn.








Faratækið hér fyrir neðan er venjulegt lítið mótorhjól, en aftan í það er búið að festa tveggjahjóla handvagn. Þetta er nokkuð algeng sjón í öllum sveitaþorpum hér í Portúgal.

Engin ummæli: