08 febrúar 2007

Misskilningur

Veður: 10°/19,2° úrkoma 27 mm. Rigning í nótt og framundir hádegi bjart um miðjan daginn, en rigning aftur í kvöld.

Það var hringt í mig frá tannlækninum í fyrradag og spurt hvort ég gæti mætt hjá honum í dag, jú það var ekkert vandamál fyrir mig að mæta í dag.
Ég var heldur betur ánægður með minn mann, því ég átti pantaðan tíma hjá honum á miðvikudag í næstu viku, hélt að nú ætlaði hann að flýta þessu.
þegar ég var búinn að heilsa í dag byrjaði ég á að þakka honum fyrir að vera svona snöggur að afgreiða krónuna á tönnina.
Mér hefði verið óhætt að sleppa þakklætinu, því það kom í ljós að ég var beðinn um að koma vegna þess að það mistókst eitthvað að taka mót af tönninni sem átti að setja krónuna á.
Svo fyrri áætlun er óbreitt að það á að máta krónuna næsta miðvikudag.
Svona fór nú með sjóferð þá.

Engin ummæli: