17 janúar 2007

Annar í afmæli.

Veður: 11,5°/15,6° úrkoma 2 mm. Þurrt í dag en skýjað.

Það fór svo ég hafði annan í afmæli í dag, því þó afmælismaturinn bragðaðist ágætlega í gær þá hæfði hvorki umhverfið sem við borðuðum á hvernig maturinn var borinn fram þeim kröfum sem ég geri til afmælisveislu.
Til bæta úr þessu fórum við í dag á gott veitingahús í Aveiro og þar varð ég ekki fyrir vonbrigðum. Maturinn var frábær, þjónustan og umhverfið gott.
Við fengum grillað kalkúnakjöt með ananas og þessu var svo smekklega raðað á diskana og bragðið var eins og best verður á kosið. Í eftir rétt var svo ananas fromas, líka mjög gott.
Svona til sanna mál mitt þá læt ég fylgja með myndir af matnum og hvernig hann var borinn fram. Ég þarf varla taka það fram maturinn í leirfatinu er maturinn sem við fengum í gær, en falllegi diskurinn er frá því í dag.

Ég sagði frá því í síðustu viku við hefðum kvartað formlega hjá Toyota yfir þjónustunni sem við hefðum fengið þar. Þetta virðist hafa borið árangur, því eru allir á hjólum í kring um okkur.
DVD diskurinn með kortinu í GPS tækið kom fyrr en lofað var og það var hringt í okkur um leið og hann var tilbúinn til afgreiðslu, sem var í gærmorgun.
Þegar við vorum taka á móti diskinum kom yfirmaður varahlutadeildarinnar og lét okkur vita bókin yfir Gps tækið kæmi 25. janúar, við vonum það standist.
Þjónustufulltrúinn hringdi svo í dag til kanna hvort málin væru ekki í réttum farvegi.
Þessi nýja uppfærsla á vegakortinu í GPS tækið er mun fullkomnari en sem við höfðum. Í eldri útgáfunni var bara sýndur þjóðvegurinn í gegn um þorp eins og því sem við búum í, en er búið færa inn hvern krákustíg og það sama gildir um aðra þá staði sem við höfum farið um eftir við fengum nýja kortið.


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ef það væru ekki þessar kartöflur og grænmeti í leirskálinni þá væri hún Skotta alveg til í svona afmæli
þetta er nefnilega alveg eins matarskál og hún á, diskurinn frá Aveiro er hins vegar flottur
kveðja frá austurströnd Iberiu
jgk

lorýa sagði...

ég veit það ekki, er ekki bara heimilislegt að fá maturinn borinn fram í svona leirskál?