Veður: 0,5°/19,7° léttskýjað.
Í gær var ég að minnast á vorið og að það væri ýmislegt sem benti til að það væri að nálgast.
Þessu til sönnunar er myndin hér á síðunni af blómstrandi tré, en þessa mynd tók ég í morgunn.
Það virðist sem mímósan ætli að bíða aðeins lengur með að sýna sinn fallega gula lit, við fórum í rannsóknarferð í morgunn til að reyna að finna blómstrandi mímósu, en án árangurs.
Nú er búið að háþrýsti þvo alla stéttina meðfram húsinu með vélinni sem keypt var í gær, svo nú er hún tilbúin að taka á móti hækkandi sólþ
Það fór eins og ég átti von á Manúel granni okkar þáði gömlu þvottavélina með þökkum, þó hún væri farin að slappast dálítið. Gott ef hann getur garmast við hana.
Í gær var ég að minnast á vorið og að það væri ýmislegt sem benti til að það væri að nálgast.
Þessu til sönnunar er myndin hér á síðunni af blómstrandi tré, en þessa mynd tók ég í morgunn.
Það virðist sem mímósan ætli að bíða aðeins lengur með að sýna sinn fallega gula lit, við fórum í rannsóknarferð í morgunn til að reyna að finna blómstrandi mímósu, en án árangurs.
Nú er búið að háþrýsti þvo alla stéttina meðfram húsinu með vélinni sem keypt var í gær, svo nú er hún tilbúin að taka á móti hækkandi sólþ
Það fór eins og ég átti von á Manúel granni okkar þáði gömlu þvottavélina með þökkum, þó hún væri farin að slappast dálítið. Gott ef hann getur garmast við hana.
1 ummæli:
Það er svo yndislegt þegar trén fara að blómstra. Eru ávaxtatrén yfirleitt í blóma á þessum tíma hjá ykkur?
Kær kveðja frá okkur á Selfossi þar sem ekki sést út um glugga í augnablikinu vegna mikillar snjókomu.Við ættum kannski bara að panta okkur far til Portúgal á Þorranum :)
Skrifa ummæli