05 janúar 2007

Góður dagur

Veður: 7,9°/18,6° úrkoma 2mm. Þoka fyrst í morgunn, en frá hádegi mestu léttskýjað.

Gott vera komin á ról eftir kvefið, þó það ekki alveg búið sleppa tökum á mér, en ég er á góðri leið með hrista það af mér.
Við byrjuðum daginn á leikfimi eins og vera ber á föstudegi, það var vel unnið í þessum leikfimitíma og þar af leiðandi lítið spjallað. Oft er svo mikið sem þær þurfa spjalla saman blessaðar þær hafa varla tíma til gera æfingarnar sínar, bara verst fyrir þær sjálfar.

Eftir hádegi tók ég dæluna upp úr brunninum, því slangan sem liggur frá dælunni var farin leka, samt er hún nærri ný. Þetta er búið vera bilað í nokkra daga, en vegna kvefsins treysti ég mér ekki til eiga við þetta fyrr en í dag. Það gekk vel gera við, svo erum við farin nota vatn úr brunninum á ný, en við þurftum nota vatn frá vatnsveitunni á meðan þetta var bilað.
Bíllinn fékk líka sitt þrifabað.
Þórunn notaði góða veðrið til vinna í garðinum, við snyrta og færa til plöntur.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kæri Palli,

Ég votta þér innilega samúð vegna sviplegs fráfalls frænda þíns

Kveðja,
Elisabet