Veður: - 1,5°/14° að mestu léttskýjað.
Eins og sjá má á hitatölunum hér fyrir ofan er talsvert svalara í verði núna en verið hefur að undanförnu, en svona sveiflast hitinn upp og niður á þessum árstíma.
Síðasta sunnudag þegar við fórum í stóru gróðrarstöðina skammt utan við Ovar sáum við nýja verslunarmiðstöð, en það virtist vera svo margt fólk þar á þeim tíma að við ákváðum að fara í þessari viku í skoðunarferð þangað og í dag létum við verða af því að fara á staðinn.
Við lögðum af stað skömmu fyrir mat með það í huga að láta verða af því að reyna hvernig er að fá sér að borða á einhverjum af þeim mörgu matsölustöðum við þjóðveginn þar sem vörubílstjórar og aðrir þeir sem eru á ferð og flugi venja komur sínar.
Við höfum oft minnst á að það væri fróðlegt að fá sér að borða á slíkum stað en af einhverjum ástæðum ekki komið því verk fyrr en í dag.
Það var svo kalt inni á staðnum sem við litum fyrst inn á að við treystum okkur ekki til að sitja þar inni. Næsti veitingastaður var heldur minni og þar var upphitun, þó hún væri að vísu í lágmarki. Þarna fengum við ágætis steiktan fisk að borða og staðurinn og þjónustan var í góðu lagi og ekki var hægt að væla yfir verðinu 10€ fyrir okkur bæði.
Jæja þá erum við búin að fá aðeins nasasjón af hvernig þessi veitingastaðir við þjóveginn líta út, en þurfum við tækifæri að gera betri samanburð á þeim.
Við komum semsagt vel mett í áfangastað, því var nú ver því þar er nýtískulegur veitingastaður með miklu úrvali af mat og við gætum vel hugsað okkur að skreppa þangað seinna til að bragða á einhverju sem þar er á boðstólum.
Við fengum okkur reyndar kaffi og köku þegar við vorum búin að ganga okkur upp að hnjám við að skoða í verslanir.
Það var gaman að sjá hvernig veggirnir inni í húsinu voru skreyttir, það voru framhliðar húsa, svo hver gangur hafði eiginlega síma sérstöku götumynd frá því sem var þarna við ströndina fyrir rúmum hundrað árum. Það voru líka gamlar stórar ljósmyndir frá brimlendingu við sendna ströndina og svo fólk að vinna við aflann.
Þarna á einum ganginum er líka falllegur bátur sem notaður hefur verið á stóru síki sem er þarna skammt frá og í bakgrunn er mynd af umhverfinu, svo þetta verður mjög raunverulegt að sjá.
Mér fannst reglulega gaman að koma í þetta hús og get vel hugsað mér að skoða það fljótlega aftur.
Ég er búinn að setja nokkrar myndir inn á myndasíðuna og þær ættu að lýsa vel því sem fyrir augu bar í dag.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Til hamingju Palli með að vera komin yfir 3000 innlit á blogg síðuna þína.
kveðja jgk
virkilega flott innréttað verslunarmiðstöð. fínar myndir :)
Skrifa ummæli