07 febrúar 2007

Heimur batnandi fer.

Veður: 7,4°/14° úrkoma 10 mm. Byrjaði að rigna um hádegið.

Það hefur skapast sú hefð hér á bæ að gera sér aðeins dagamun þegar við fáum útborgað. Réttara er að segja þegar við yfirfærum peninga hingað frá Íslandi, en það gerist venjulega á þriggja mánaða fresti.
Áður þurfti að hafa samband við bankann á Íslandi og láta þá sjá um þetta, en nú sér Þórunn um að yfirfæra þetta með því að fara í tölvuna hér heima.
Þetta er ótrúleg framför frá því sem áður var og ég tala nú ekki um þegar helst var ekki hægt að fá gjaldeyri nema á svörtum markaði.
Svo segja sumir oft að heimurinn fari versnandi og það gerist því miður á sumum sviðum, en við megum ekki gleyma að taka eftir því sem breytist til betri vegar.
Bíðum nú við var ég ekki að tala um að gera sér dagamun, það gerum við með því að fara á kaffihús, eða út að borða og í dag vorum við í flottari kantinum og fórum út að borða.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Komdu sæll, Páll.
Þér er oft tiðrætt um veðurfarið í Portugal. Hvernig er að upplifa rakastig sem er 100 % ?
Ég hef verið að fylgjast með veðri í Tómar og Pombal á netinu. Það er oft rigning og mjög hátt rakastig.
Er ekki kalt ef hitinn er bara 10 stig á C og svona mikill raki?
Kveðja, Jónína.

Páll E Jónsson sagði...

Sæl Jónína. Það er rétt hjá þér að það er napurt í 10° hita og miklum raka. Rakinn fer í nðr 100% flestar nætur yfir vetrarmánuðina, en lækkar um miðjan daginn. Mér finnst að hitastigið megi helst ekki vera minna en 15° svo það sé sæmilega notalegt úti. Ég er með dellu að fylgjast með veðrinu alla daga.
Kær kveðja Palli