31 janúar 2007

Brennuvargar

Veður: - 2,3°/17,7° léttskýjað.

Í dag týndum við saman greinarnar sem garðyrkjumaðurinn klippti af ávaxtatrjánum í gær og brenndum þeim.
Þessar greinar eru svo grannar að það svara ekki kostnaði að búta þær niður og nota í viðarofninn hér inni, það er heldur ekki gott að setja þær í safnhauginn, því þær eru of lengi að rotna þar.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Á veðurkortunum í sjónvarpinu hefur verið alveg niður í 7°hita á ykkar svæði síðustu daga. Mikið er ég fegin að sjá að það er miklu hlýrra hjá ykkur en það. Enda ekki amalegt að vera að setja niður salat og fleira góðgæti svona snemma.
Kær kveðja,

Páll E Jónsson sagði...

Það er oft hlýrra hér í dalnum en út við sjóinn. Ég er dálítill veðurdellu karl, hef gaman af að fylgjast með veðurspám og veðurfari. Það má segja að hér sé alltaf gott veður, bara aðeins misjafnlega gott.
Það er eiginlega auðveldast að rækta hér á veturna, því þá þarf ekki að vökva.
Kær kveðja.