08 mars 2007

Afmæli

Veður: 2,8°/20,9° Léttskýjað.

Þegar ég kom út í bílskúr í morgunn og leit á dekurdósina sá ég að á framrúðunni var einhverskonar móða, ég reyndi að þurrka þetta af og jú rúðan lagaðist, en ekki alveg nógu vel. Um síðir var mér ljóst hvernig á þessu stóð, þetta var saltúði frá því í gær að við fórum til Aveiro. Þar var sterkur vindur frá hafinu og það hefur verið svona mikið salt í loftinu, samt er Aveiro 8 Km. frá ströndinni. Í dag fékk dekurdósin svo þrifabað og er nú orðin glansandi fin.

Gunnar sonur Þórunnar á fertugsafmælií dag. Þórunn hringdi til hans í morgunn í tilefni dagsins, en hann býr í Malasíu, svo það er ekki hægt að heilsa upp á hann á þessum merku tímamótum í lífi hans.
Við erum búin að koma á þeirri hefð að fara út að borða, eða í kaffi, þegar einhver í fjölskyldunni á afmæli, því við eigum þess ekki kost að fagna með fólkinu sjálfu. Við brugðum ekki út af vananum í dag, byrjuðum á að fá okkur að borða fórum síðan að útrétta og þegar því var lokið fórum við í afmæliskaffi, svo við erum búin að halda rækilega upp á afmæli Gunnars í dag.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég óska ykkur til hamingju með daginn. Þetta er skemmtileg hefð hjá ykkur og gefur auðvitað tilefni til að skreppa þeim mun oftar á kaffihús. Ég er ánægð að heyra að Þórunn sé orðin þetta hress, því hér eru margir að berjast við að losna við þessa flensu í margar vikur. Ég er t.d. enn eins og drusla eftir nærri mánuð.
Ég sendi kæra kveðju til ykkar beggja.

Páll E Jónsson sagði...

Sæl Ragna
Já það er um að gera að koma sér upp svona hefðum og halda upp á allt mögulegt, það er engin nauðsin að tilefnið sé stórt og svo er líka gott að fara bara af því manni langar að breyta eitthvað til.
Ég vona að þu farir að hressast og að Þórunn haldi áfram eftir "bataveginum".
Góðar kveðjur