Veður 1,7°27,2° léttskýjað.
Dagurinn í dag var notaður í kæruleysi og slugs og við reyndumst bara vel liðtæk í slíku líferni.
Vorum komin niður að strönd um hádegi og byrjuðum á að fá okkur að borða, því ekki er hægt að fara í gönguferð með garnirnar gaulandi. Eftir matinn fórum við svo í góða gönguferð, meðal annars litum við á hvort sjórinn væri ekki enn samur við sig, það er orðið nokkuð um liðið síðan við sáum hafið síðast. Jú öldurnar virðast enn vera við sama heygarðshornið, að fara hver á eftir annarri upp í fjöruborðið, það er eins og það sé keppni um hver þeirra kemst lengst. Jú það er greinilegur munur á því hversu langt þær komast.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli