Veður: 5,7°/15,3° úrkoma 8 mm. rigning fram yfir hádegi, en léttskýjað síðdegis.
Þórunni miðar hægt en örugglega áleiðis fram á við á sinum batavegi. Það er nú bara þannig þegar maður lendir í að fá kvef, hálsbólgu, eða önnur umgangsveikindi að þá fer ákveðinn tími í að kljást við veikindin áður en það tekst að losna frá þeim og fara að feta sig eftir batavegium. Oft miðar hægt áfram í fyrstu og vegurinn er nokkuð torfær, en svo kemur þar að hann verður greiðfærari og þá miðar betur áfram og að lokum er hægt að taka til fótanna og forða sér langt í burtu frá veikindunum.
Talandi um bataveginn, þá minnist ég lítils frænda míns sem varð mjög ungur þegar hann var orðinn læs og eitt sinn var hann að lesa frétt um mann sem hafði lent í slysi og í fréttini var sagt að maðurinn væri á batavegi. Þá spurði sá stutti Pabba sinn " Pabbi hvar er þessi batavegur?" Sem von var hélt hann að þarna væri átt við enhvern venjulegan veg sem maðurinn væri staddur á.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli