Veður: 1°/21,8° léttskýjað.
Þessi mynd hér fyrir ofan er ný loftmynd af Austurkoti, fyrir þá sem aldrei hafa komið hér ætla ég að útskíra myndina.
Bílskúrinn er meðfram götunni, milli hans og hússins er verönd og yfir hluta hennar er þak. Þá tekur íbúðarhúsið við, í lægri byggingunni er eldhús, búr og vinnuherbergi, þar sem við sitjum við tölvurnar.
Í hærri hlutanum er stofa, svefnherbergi og bað.
Garðurinn hæra megin við húsið er stærri en hann sýnist á þessari mynd, en það gæti stafað af því að myndirner sennilega tekin með aðdráttarlinsu og nokkuð mikið á ská. Allavega eru trén í garðinum ekki eins þétt og virðist á þessari mynd.. Til vinstri á myndinni er húsið hans Manúels og Matthild granna okkar, það eru ekki nema þrír metrar á milli húsanna. Til vinstri við okkar hús og aftan við hús manúels er garður þar sem við erum með ávaxtatré og matjurtir, ef grannt er skoðað má sjá kartöflugrös í miðjum garðinum. Nágrannarnir eru búnir að byggja á nærri allri sinni lóð, svo þeir verða að fá leyfi frá okkur til að komast að bakhlið hússins síns, því þar er það byggt alveg út í lóðarmörk.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli