Veður:2,6°/23,5° léttskýjað.
Eins og lesa má út úr hitatölunum hér fyrir ofan var reglulegt vorveður hér í dag og horfur á svipuðu veðri næstu daga. Við notuðum góða veðrið til að vinna í garðinum. Það mátti heyra í dráttarvélum i nær allan dag hér í nágrenninu vinna við að plægja akrana. Nágrannar okkar áttu von á manni til að plægja þeirra akur klukkan 9,30 í morgunn , svo matthild sleppti að fara með okkur í leikfimi. Henni hefði verið alveg óhætt að fara, því um hádegi var maðurinn enn okominn og ekkert hafði heyst frá honum, ég veit ekki hvort hann lét sjá sig síðdegis, ég held ekki. Þetta er ekkert einsdæmi hér að menn mæti ekki þegar þeir hafa lofað að mæta einhvers staðar á ákveðnum tíma og að láta vita af ef eitthvað hefur breytst svo menn geti ekki mætt á tilteknum tíma þekkist alls ekki. Tölvumaðurinn okkar lofaði að vera hér á miðvikudag og enn er hann ókominn og ekkert hefur frést af ferðum hans. Þetta er ekkert áríðandi sem hann þurfti að gera svo ég hef látið hann í friði og ef ég ýtit ekki við honum er ég alveg viss um að hann lætur aldrei sjá sig hér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli