16.Mars 2007
Í gær var bara kæruleysi og slugs, en slíkt er alveg bráðnauðsynlegt af og til. Dagurinn í dag byrjaði með því að fara í leikfimi, sem alltaf er bæði hollt og skemmtilegt.
Eftir matinn datt mér í hug að láta verða af því að undirbúa að mála bílskúrinn, því málningin er byrjuð að láta á sjá á nokkrum stöðum.
Ég byrjaði á að skrapa burt lausa málningu og til að gera þetta almennilega tók ég fram háþrýstiþvottavél sem við keyptum í haust og vorum bara búin að nota einu sinni til að hreinsa veröndina við húsið. Eftir svo sem tíu mínútna vinnu bilaði slangan sem liggur frá dælunni í byssuna. Það var léleg ending, það mátti kannski reikna með þessu, því þetta var ódýrt tæki, en er enn í ábyrgð. Við ákváðum að láta bíða með að athuga með ábyrgðina, en fara og athuga með að kaupa aðra og vandaðri dælu. Við vorum nokkuð kunnug því hvað var í boði á markaðnum síðan við keyptum garminn sem gafst upp í dag, sú kostaði bara 100 evrur, en alvöru vélar kosta að missta kosti fimm sinnum meira, svo við bjuggumst satt að segja ekki við miklu af þessari vél en héldum að hún dygði okkur samt, en annað er komið á daginn. Nú keyptum við öfluga ítaska vél og erum búin að þvo allt lauslegt af bílskúrnum og Þórunn þvoði líka veröndina. Þessi vél vinnur mjög vel.
Við förum svo síðar með hinn garminn og fáum nýja slöngu á hana út á ábyrgðina og athugum svo hvort einhver nágranninn vill þiggja hana að gjöf, svo við séum laus við hana.
Þetta er bara staðfesting á því sem við vissum og vorum að ræða um þegar við keyptum þessa ódýru vél, að það væri mjög hæpið að hún entist eitthvað.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli