Veður: 13,9°/20,4° úrkoma 5 mm. Alskýjað til hádegis, en þá fór að birta og síðdegis sá til sólar af og til
Þórunn er búin að vera með slæma hálsbólgu síðan á fimmtudag, en virðist nú vera að komast á þann góða veg sem kallaður er batavegur. Hún hefur alveg sloppið við að fá þessar umgangspestir sem hafa verið að hrjá mig í vetur, en nú er röðin komin að henni. Það er kostur að geta skipst á vöktum í þessu, það væri verra ef við værum bæði lasin á sama tíma.
Við slepptum að fara í leikfimi á föstudag vegna veikindanna, en ég hjólaði þess í stað, sem var síst verra.
Ég hef svolítið verið að vinna í garðinum síðustu daga og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er margt þar sem gleður augað þessa dagana.
1 ummæli:
Það er svo gaman að fylgjast með veðrinu hjá þér. Ekki amalegt að hitinn skuli vera kominn í um 20°. Ég vona að Þórunn eigi ekki lengi í þessari pest og heppin er hún að hafa þig til að hugsa um sig.
Kær kveðja frá okkur Hauki,
Skrifa ummæli