Veður: 0,7°/22,5° léttskýjað. Það er líklega að sjá fyrir endann á þessu “kuldakasti” sem staðið hefur þessa viku sem er að líða, allavega hefur ekki verið næturfrost síðustu tvær nætur og daghitinn er líka að tosast upp á við. Nú er alveg tímabært að kvarta yfir því hversu langt er um liðið síðan það rigndi eitthvað að gagni, nú er svo komið að það þarf að vökva garðávextina, en slíkt er sjaldgæft hér á vorin.
Ég hef svikist um að skrifa í dagbókina undanfarna daga, en það kemur til af því að ég var að fá nýja tölvu, en hef átt í basli með að setja upp stækkunarbúnaðinn í hana. Ég var að þrjóskast við að skrifa í dagbókina, þar til ég gæti notað nýju tölvuna til þess, en nú er fyrirséð að það dregst enn í nokkra daga, svo ég skrifa þá bara á fartölvuna á meðan ég býð eftir að fá lausn á þessum tæknimálum.
Í dag bauð Þórunn Matthild grann komu sinni með sér í búðarráp, Matthild hefur svo gaman af að fara með Þórunni í slíkar ferðir.
Ég var heima á meðan og notaði tímann til að ljúka við að mála það sem eftir var að mála af húsinu þetta árið. Næsta verkefni í málningarvinnu, er að mála og kalka veggina í kringum lóðina.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli