Veður: 2,6°/18,6° að mestu skýjað og smáskúr síðdegis.
Það er orðið langt umliðið síðan það rigndi hér síðast, svo það var kærkomið að fá þessa regndropa í dag fannst mér, en hann nágranni minn var ekki á sama máli og ég. Ég hitti hann hér úti á götu þegar þessi fáu dropar voru að falla til jarðar og eftir að hafa heilsast og allt það, þá hafði ég orð á því að það væri að rigna, já það er alltaf rigning var svarið sem ég fékk. Svo var nú það. Skíringin á þessu neikvða viðhorfi til rigningar gæti verið sú, að einhver sagði grönnum okkar í haust að það irpi rigning næstu sex mánuði, vegna þess að tungl hefði kveiknað á óheppilegum degi í september. Síðan þau heyrðu þessa spá finnst þeim alltaf vera rigning, sem sagt sólardagar eru bara ekki taldir með.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli