Veður: 0°/21,3° Léttskýjað.
Enn gerast kraftaverk, ég sagði frá því í gær að það væru erfiðleikar með að fá stækkunarforritið til að vinna eðlilega í nýju tölvunni. Þórunn var búin að skrifa tólf tölvupósta til framleiðanda stækkunarforritsins í USA. og fá jafnmörg svör með leiðbeiningum til baka, en allt virtist koma fyrir ekki, svo það var ákveðið að gefast upp við svo búið og slökkva á tölvunni. En viti menn, næst þegar tölvan er ræst virkar forritið eins og vera ber, þvílíkur léttir fyrir mig og til að kóróna allt saman tóst mér að fá hana til að lesa íslensku í morgunn.
Til að slaka á eftir þetta streð var farið í búðaflandur í dag og fengið sér að borða í leiðinni.
Þórunn er líka búin a vinna i garðinum við að snyrta til og setja niður rósir sem hún keypti í gær. Það er búið að stækka rósabeðið talsvert frá því sem var, svo það ætti að verða fallegt í sumar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli