13 mars 2007

Tölvubilun

Veður: 2,8°/25° Léttskýjað.

Dagurinn í gær fór allur í að sinna tölvumálum. Tölvan sem ég hef notað tók upp á því eftir að Vista var sett upp í henni að klukkan í henni seinkaði sér um eina mínútu á sólarhring. Það er enn nokkurra mánaða ábyrgð eftir á tölvunni svo við fórum með hana þar sem hún var keypt og þar var reynt að breyta einhverri stillingu og okkur sagt að koma með hana aftur, ef kvillinn hefði ekki horfið við þessa aðgerð. Við fórum með tölvuna í gærmorgunn og nú á að senda hana til framleiðanda til skoðunar og það er óvíst hversu langan tíma það tekur, en þó hámark 30 dagar, ef hún verður ekki komin innan þess tíma er sköffuð ný tölva. Þetta er ansi langur tími, en víst ekkert við því að segja.
Nú notast ég við fartölvuna og er búin að tengja við hana stóra skjáinn, lyklaborðið og músina, svo þetta er bara í nokkuð góðu lagi.
Það tók mig nokkuð langan tíma að stilla fartölvuna eins og mér hentaði og endaði með því að ég fékk góða aðstoð frá vini mínum sem býr hinu megin á Íberíuskaganum, hann er alltaf tilbúinn að hjálpa mér þegar eitthvað bjátar á í tölvumálum.

Jónína og Guðmundur, sem keyptu sér hús með góðri lóð í fyrra hundrað kílómetra sunnan við okkur komu í heimsókn í dag. Þau tóku ferjuna Norrænu og komu svo akandi hingað á sínum bíl. Þau eru mjög ánægð að vera komin aftur til að líta á garðinn og ætla reyna að rækta eitthvað, en byrja rólega og læra í rólegheitum á að rækta hér.

Engin ummæli: