27 mars 2007

Upp í kok?

Veður: - 1,1°/20,1° léttskýjað að mestu.

Ég veit ekki hvort blogþjónninn minn er búinn að fá upp í kok af skrifunum mínum, eða hvað veit ég ekki fyrir víst, allavega tókst mér ekki að koma því á sinn stað sem ég skrifaði í gærkvöldi. Það endaði með því að í morgun sendi ég skrifin til vinar míns, sem tókst að troða þeim inn á síðuna mína. Eftir þessar hrellingar ætla ég ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni og sjá til hvernig gengur að koma því á réttan stað, það er eiginlega ófært að þurfa að senda þetta fram og aftur um hálfan hnöttinn til að koma þessu frá sér. Auðvitað væri það leggjandi á sig ef þessi skrif væru eitthvað merkileg, en varla fyrir svona raus.

Engin ummæli: