14 mars 2007

Stuttara veður á ný.

Veður: 4,6°/27,1° léttskýjað.

Þórunn brá sér á markað í morgunn, en ég kaus að vera heima, því mér finnst ekki eins skemmtilegt að fara á markað og Þórunni, ég kann því betur að fara bara í venjulega verslun þar sem hlutirnir eru aðgengilegir og maður er laus við argandi sígauna. Það eina sem Þórunn keypti voru salat og kálplöntur.
Það var ekki amalegt veður í dag til að vinna í garðinum, um miðjan daginn var nægilegt að klæðast bara stutturum, það var góð tilfinning að vera kominn í stuttarana sína á ný.
Nú er búið að planta út öllum lauknum og spennandi verður að sjá hvort það verður einhver munur á uppskerunni eftir því hvort laukurinn fór niður á vaxandi eða minnkandi tungli.
Nú eru ávaxtatrén að byrja að blómgast og í dag úðaði ég þau til að verjast því að flugur nái að leggja egg sín í blómin, því ef þeim tekst það verður eggið að lirfu inni í ávextinum og þar með er ávöxturinn ónýtur. Svo maður á bara um tvennt að velja, að eitra til að forðast þetta, eða vera án ávaxta, þriðji möguleikinn er raunar fyrir hendi að kaupa ávextina í búð með enn fleiri aukaefnum en við notum hér heima. Þrátt fyrir þetta má þetta kallast lífræn ræktun hjá okkur.

Það er dálítið furðulegt að fylgjast með umræðunni á Íslandi, þar sem það virðist vera meiriháttar má hvort einhver skallapoppari er búinn að lita á sér hárið eða ekki, gott ef þjóðin þarf ekki að hafa áhyggjur af alvarlegri málum en þetta þessa dagana. Mér datt sí sona í hug hvort það yrði rekið upp svona ramakvein ef þeir Dabbi og Óli grís létu lita á sér hárið, eða krúnuraka sig.

Engin ummæli: