Ég sagði frá því í gær að það væru komnir góðir gestir hingað frá Þorlákshöfn. Gestirnir heita Jóna og Guðni og frúin kom til Portúgals til að halda upp á sextugsafmælið sitt og við urðum þeirrar ánægju aðnjótandi að hafa hana hér á þessum merku tímamótum í lífi hennar.
Í dag fórum við með þau í ferðalag á hæsta fjall Portúgals í mjög fallegu veðri og um kvöldið buðu þau okkur með sér í mat á góðu veitingahúsi. Semsagt mjög góður og ánægjulegur dagur í alla staði.
Læt fylgja mynd af afmælisbarninu við morgunverð á afmælisdaginn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli