29 september 2006

Breytt dagskrá.

Veður: lægsti hiti 14,9° hæsti hiti dagsins 25,7°. Þokusúld í morgunn, en orðið léttskýjað um hádegi, en þykknaði upp á í kvöld.

Leikfimisdagur í dag, ég held það hafi allir mætt í dag, svo það var talsvert þröngt um okkur í salnum, en þetta bjargast alveg því fólk er svo spart á gera æfingarnar það þarf ekki mikið pláss fyrir hvern og einn. Helst er ég á margir mæti þarna til félagsskap frekar en vera mikið spá í þjálfa sig líkamlega.
Eftir leikfimina var búið setja á dagskrá slá grasflötina, en rigningarúðinn kom í veg fyrir það væri hægt halda þeirri áætlun, þess í stað var bara sest við tölvuna lesa Moggann og gera annað álíka þarflegt.
Grassa lét vita í morgunn hún væri búin útvega okkur marmelos til sultugerðar hjá nágrannakonu sinni. Grössu var boðið borða með okkur, sem hún þáði með þökkum ásamt Jóhönnu dóttur sinni.
Síðdegið hjá Þórunni fór í sultugerð og ég hjálpaði henni smávegis við skræla ávextina og eftir það var orðið það þurrt á ég gat slegið grasflötina.
Kvöldið fór svo í koma myndunum frá ferðalaginu inn á heimasíðuna, en ég á eftir skrifa texta við þær, en ef það verður rigning á morgunn eins og spáð er ætti takast ljúka vinnu við myndirnar.

Engin ummæli: