Veður:15,1°/25,1° rigndi talsvert mikið í nótt, en að mestur þurrt í dag og góðar sólarstundir.
Jónína og Guðmundur komu síðdegis og gista hér í nótt, því þau eru að far í flug frá Porto í fyrramálið og það er ekki nema klukkustundar akstur héðan út á flugvöll.
Frá jörðinni sem þau keyptu er um tveggja og hálfs tíma akstur út á flugvöll, svo þau þáðu boð okkar um að gista hér síðustu nóttina fyrir flugið.
Það er búið að vera ánægjullegt að spjalla við þau og heyra um hvað þau eru búin að vera að aðhafast á nýju eigninni sinni. Þeim fynnst þetta allt mjög spennandi og margt að læra í sambandi við gróðurinn, en þetta lærist smá saman.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli