06 september 2006

Þjónusta.

Veður: 15,2°/32,7° léttskýjað.

Í morgunn vorum við að passa Johana dóttir Grössu, en stelpan er sjö ára og þarf svo sem ekkert að passa hana, því hún er mjög þæg og dugleg að finna sér eitthvað til dundurs.
Ég þurfti samt að fara einu sinni til að sækja fjarstýrða flugvél sem frænka hennar hafði gefið henni nýlega og sú stutta kann ekkert að stjórna henni enn sem komið er, svo það er algjör tilviljun hvert vélin flýgur þegar hún sendir hana af stað og eitt sinn lenti hún hér á þakinu á húsinu.
Grassa mamma hennar er kennari og nú eru mikil fundarhöld hjá þeim áður en skólastarfið hefst, en kennsla hefst ekki fyrr en einhvern tíman í næstu viku.
Þórunn var búin að elda góðan baunarétt þegar Grassa kom af fundinum. Þær mæðgur borðuðu með okkur og kunnu vel að meta þennan mat.

Sölumaðurinn hjá Toyota sem afgreiddi okkur með nýja bílinn var búin að lof að hringja í okkur í dag þegar hann kæmi úr fríi, en eftir því sem hann sagði okkur ætlaði hann að taka frí frá föstudegi í síðustu viku þar til í dag.
Þegar ekkert hafði heyrst frá honum klukkan fjögur fórum við í umboðið og þar var okkur sagt að það væri ekki von á manninum fyrr en á mánudag í næstu viku. Við báðum um að fá að tala við annan sölumann, sem við spurðum hvort þetta væri sú þjónusta sem við mættum eiga von á hjá Toyota og við sögðumst alls ekki sætta okkur við. Hann var sammála því að þetta væri ekki nógu gott og bað okkur um að hinkra aðeins á meðan hann athugaði málið. Við settumst í huggulega biðstofu sem þarna er á meðan sölumaðurinn hvarf inn í skrifstofuna. Eftir svo sem fimmtán mínútur kom hann með þær fréttir að bíllinn kæmi til þeirra annað hvort á föstudag eða mánudag og væri þá tilbúinn til afhendingar einum degi síðar. Þessi lofaði líka statt og stöðugt að hann hringdi í okkur næsta föstudag til að láta okkur vita hvort bíllinn kæmi til þeirra þann dag, eða eftir helgina. Ég vona að hann standi við það.
Þetta er ef til vill að verða full mikið af hryllingsfréttum af þjónustunni hér, en því miður vantar bara mikið upp á að þjónusta hér sé í lagi.
Það ber líka að nefna þegar þjónusta er góð og það er ekki hægt að segja annað en þjónustan hjá Skoda sé alveg til fyrirmyndar í alla staði og ég hefði gjarnan vilja skipta við þá áfram, en þeir áttu bara ekki bíl handa okkur eins og við vildum fá. Við vildum fá sjálfskiptan bíl með bensínvél, en Skoda á bara sjálfskipta bíla með díselvélum.
Myndin er af Jóhönnu.

Engin ummæli: